Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 94
Umsagnir um bækur Að dvelja úti Nokkrir punktar um skáldskap Hannesar Péturssonar. Iathyglisverðum ritdómi um Kvæðabók Hannesar Péturssonar1 (í Birtingi, 4. h. 1955) kemst Stefán Hörður Grímsson svo að orði: „Hannes Pétursson virðist ekki hugsa kvæði sem heild fyrirfram, heldur láta ráðast hvernig yrkist, eins og formskip- unin sé honum aðalatriði ...“ Og enn: „Þegar maður lítur yfir kvæðin, finnst manni ósjálfrátt sem höfundurinn líti sömu augum á lífið og maður gæti hugsað sér að litið væri á það frá sjónarhóli svokallaðrar dauðrar náttúru ...“ Stefán Hörður tekur fram, að þetta hlutlausa sjónarmið sé alla jafna „ósköp fallegt og góðlátlegt", en geti þó stundum orðið „næsta kaldlyndislegt". M. ö. o. að megineinkenni Hannesar Péturs- sonar sem skálds sé vanhæfni hans eða tregða að samlagast yrkisefnum sínum, gera þau sér aðhverf, innlifuð. Hannes hefur sjálfur lýst þessari tregðu sinni til inngöngu í yrkisefnið í kvæðinu Fjall (Kvæðabók, bls. 41). Þar ræðir hann fyrst viðhorf forn- kappans til fjallsins: „Þú skalt eitt sinn verða staður / þar sem ég bý þá setzt er sól við skóg / og sverð mitt ryðgar falið.“ Hannes gerir sér vel Ijóst sanngildi slíks innanskyggniviðhorfs, sbr. „Skáld verð ég ekki fyrr en ég finn að þú / ert fólgið í mínu blóði, ég orðinn þú“ (Tdlað við laufg- að tré, 1 sumardölum,~ bls. 30). Þó víkur 1 Kvæðabók. Heimskringla 1955. hann sjaldan af sjónarhólnum utanveggja; hann virðist ekki trúa fullkomlega á lífið fyrir innan, óttast ef til vill að deyja inní fjallið. Þess vegna kýs hann hættuminna viðhorf, mætti maður ætla, þótt allnokkur vandi sé á stundum að sleppa lifandi frá forminu ekki síður en inntakinu, sbr. orða- flækjuna í Veginn Snorri (Kvæðabók, bls. 53). í Fjall orðar hann þetta utanskyggni- viðhorf á þessa leið: Þó jinnst mér stundum við tjá öllum öðrum augljósar þína glœstu fegurð, við sem bárum inní öll þín salarkynni ískalt og dautt grjót, hvergi smuga nein; tjá hana með því einu að dvelja úti og undrast, stöðugt dást að þér að nýju, já sitja og horfa á þennan stóra stein. Og enli má finna beinan vitnisburð um þessa tregðu, jafnvel ótta Hannesar við inn- göngu í efnið. í Ijóðinu Við gröf Rilkes (Stund og staðir,3 bls. 58) þakkar hann því skáldi að hafa gert sér „steinana byggi- lega“. Af þessu mætti draga þá ályktun, að Hannes sjálfur telji hæpið, að unnt sé að þroskast til þeirrar djörfungar, sem þarf til könnunar á innhverfum, án þess að njóta leiðsagnar kunnugra. (Sjálfur hefur Hann- es túlkað leiðsagnarmótífið með látlausum orðum í fyrsta kvæðinu í Kvœðabók: „En við höfum skilið eftir kveðjur okkar / þeim 2 / sumardölum. Almenna bókafélagið 1959. 3 Stund og staðir. Helgafell 1962. 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.