Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 95

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 95
UMSAGNIR UM BÆKUR er síðar leggja frá mynni fljótsins / í öllum vörðum"). Það verður manni aftur nokkurt umhugsunarefni, hvað Hannesi virðist ganga treglega að hlíta leiðsögn Riikes í verki, ef dæma má eftir síðustu bók hans, Stund og staðir, sem mér finnst í ýmsu til- liti þeirra sízt, þótt erfitt sé að gera upp á milli dauðu blettanna þar og flatneskju- flákanna í I sumardölum. Eitt atriði vil ég nefna hér sérstaklega: það hefur iöngum þótt siæmur stílsmáti að seilast eftir lýsing- arorðum að óþörfu, þar sem þau orka til út- þynningar og losarabrags. Svo virðist sem Hannesi sé þetta síður en svo ljóst á köfl- um og þó óljósast í Stund og staðir. Laus- leg athugun, sem ég hef gert á tíðni lýsing- arorða í fyrstu og síðustu bók Hannesar, leiddi í ljós, að lýsingarorð eru um þriðj- ungi algengari í Stund og staðir en í Kvœðabók, eða um 12% í Stund og staðir og um 8% í Kvœðabók af sambærilegum heildarorðaforða. Þcgar liaft er í huga, að lítt þörf lýsingarorð má finna í Kvœðabók án mikillar fyrirhafnar, lætur nærri að á- lykta, að u. þ. b. þriðjungur lýsingarorða í Stund og staðir sé merkingarlítið glamur, að öðru jöfnu. En svo aftur sé vikið að Rilke: hann hefur nefnilega verið Hannesi hugleikinn frá því fyrsta, sbr. ljóð í Kvœða- bók, bls. 59; auk þess sem Hannes hefur þýtt eftir hann bók. Full ástæða er til að ætla, að Hannes sé betur kunnugur skáld- skap Rilkes en flest íslenzk ljóðskáld. Þó verður ekki séð, að dæmi Rilkes hafi nokkru sinni hvatt Hannes til að kveðja yf- irborðið í alvöru. Hvað valdi, myndu get- sakir einar. Þó mætti minnast hér á orð Rilkes í Die Aufzeichnungen des Malle Laurids Brigge: „Því er nú ver, að þau ljóð sem maður yrkir í æsku eru ekki þung á metunum. Maður skyldi bíða og safna sæt- leik og skilningi ævina alla, helzt sem lengsta, og þá gæti ef til vill svo farið, að manni tækist að skrifa tíu góðar ljóðlínur. Því að ljóðlist er ekki, eins og fólk ímynd- ar sér, tilfinningar einvörðungu (þær láta aldrei á sér standa); ljóðlist er reynsla." Reynsla: það er fang við svonefndan veru- ieik. Mundi það hlutverk skáldsins að greina hann sundur og tengja að nýju, svo að úr verði annar eiginlegri. Skáldið verð- ur að eiga bæði uppleysandi enzým og dug- andi bindiefni; Hannes sýnist einkum fá- tækur af hinu fyrrnefnda ... En svo að ég víki aftur lítillega að kvæð- unum sjálfum eins og þau liggja fyrir í tveimur verðlaunuðum kverum og því þriðja, mjög lofsungnu: ég hef það fyrir satt, að Ilannesi Péturssyni hafi fram til þessa tekizt bezt upp þar sem ltann kemur fram sem óskipt áhorfs- og fullyrðingaskáld (poet of statement). Tökum t. d. / Grettis- búri (Kvœðabók, bls. 19). Sterkt veruleika- skyn, næstum áþreifanlegar sjónmyndir: „í sár / granir augu og gisið hár, sem fyrr / gróju salti slær ...“ gefa þessu ramma kvæði kyngimagn, sem enn eflist af snjöllu formi, sundurbitinni hrynjandi og sérstæðri notkun ríms. Eða þá Gamall þulur (Kvæða- bók, bls. 17—18). Ég dreg á það enga dul, að ég met mest í skáldskap Ilannesar til þessa fyrsta hluta Kvœðabókar aftur að saknaðarúthellingunni á bls. 45, svo að maður minnist nú ekki á ösköpin þar fyrir aftan: „Hann bíður niðrí hljóðu undirhúsi, o. s. frv.“ Hér undanskil ég þó Rilke sem er allgott kvæði, og líklega Steján G á blað- síðu sextíu og þrjú. Gamall þulur þokast fram í þungum raunsýnisstraumi með mátu- legum skammti af draumúð ævintýris — þangað til niðurlagslínumar tvær sprengja í sundur hægvaxandi áhrifakúmúlasjónina með sinni skoplegu líkingu: ævintýrasmið- urinn er klukka! Hér gæfist tækifæri að minnast á niður- lög kvæða Hannesar, svona almennt. Myndi þar skemmst af að segja, að ýmsum kvæð- um þokkalegum í öllum hans bókum þrem 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.