Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Blaðsíða 96
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
er spillt með utangátta endaljóðlínum,
einni eða fleiri, sem venjulega eru tilkomn-
ar sakir þeirrar blindu ástar sem Hannes
virðist hafa (eða hafa haft) á nokkurs kon-
ar skollarími sauðarleggs (sbr. orð Stefáns
Harðar í áðumefndum ritdómi, þar sem
hann líkir vinnubrögðum Hannesar á stund-
um við leik þess „sem styttir sér stundir við
að leggja kapal, en hending ræður hvort
gengur upp eða ekki“). Dæmi má finna um
þetta t. d. á bls. 35, 36, 37, 53 í Kvœðabók,
bls. 20, 21, 28, 35, 43 í / sumardölum, bls.
55, 63 í Stund og staðir.
Eg minntist áðan lítillega á vaxandi lýs-
ingarorðanotkun í kvæðum Hannesar. 1
rauninni er það stíllýti einungis einn þáttur
í aukinni hneigð hans til orðaglamurs, sem
með vissu gætir að marki í annarri bók
hans (sbr. sérstaklega kvæði hans þar Lík-
brennslustöðin í Dachau, hls. 21), en þó
einna mest í þeirri þriðju og síðustu. Gott
dæmi um þetta þróunarstig hjá skáldinu er
Níunda rödd í kaflanum Raddir á daghvörj-
um (bls. 23):
Horjinn er ég jrá mennskum mönnum.
Munur að búa í júlum helli
saddur í hlóðareyk og raula
rorra við þunga tröllagrjtu
hlusta þá kraumar kjöt á eldi
kroj og bógar aj feitum sauðum.
Hlakka ég yfir heitum potti.
Munur að vaga um víðan helli
vinna sér traust og loj hjá þursum.
Setjast um kvöld og sveðju brýna
sveðjur og axir dengja, brýna
dengja og brýna.
Hver nennir að orðlengja um svona sam-
setning A. D. 1963?
En gleymum því og hlustum á slitróttan
þyt hinnar miklu tragedíu forgengileikans:
Enn skal fœra gullgrund
gamalt skáld Dvalinsvín
dauð er öld ...
Blind ...
Þung er orðin þögn, löng
þessi kvöld ...
söng ...
silkihlín ...
(Slitur úr gömlum mansöng,
Kvœðabók, bls. 18).
Látum liggja milli hluta, þótt eitthvað
minni hér meira en lítið á stemninguna í
Papyrus Ezra Pounds. Það sem meginmáli
skiptir, er að hér höfum við fullgilda sönn-
un þess, að Hannes Pétursson er ekki að-
eins prýðisgott aáor/sskáld, þegar honum
tekst upp, heldur kann hann líka að leika á
næmari strengi, geja í skyn eins og meist-
ara sæmir, þegar hann vill það við hafa.
Annað skínandi dæmi um það er Haustvísa
á bls. 42 í Kvœðabók.
Störin á flánni
er fölnuð og nú
fer enginn um veginn
annar en þú.
í dimmunni greinirðu
daujan nið
og veizt þú ert kominn
að vaðinu á ánni ...
Vafalaust mætti enn margt fram tína um
skáldskap Hannesar Péturssonar, þótt ég
kjósi að láta hér staðar numið. Það mætti
t. d. fjalla um grunnfærni hans (oftast) i
ástaljóðagerð, tíðan misskilning hans á eðli
einfaldleikans, falskan hljóm þeirra kvæða,
sem sýnilega eru ort af hvað mestum yfir-
lýsingarvilja (t. d. Söngvar til jarðarinnar).
En það mætti einnig ræða margt um sér-
190