Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 98
UMSAGNIR UM BÆKUR Kaupmannahöfn reyndu að gróðursetja hugmyndir hins borgaralega heims í íslenzk- um jarðvegi, Jjótt sjólfir væru þeir flestir bændasynir og þjóðfélag þeirra, þar sem þeir áttu ætt sfna alla, væri rakið bænda- þjóðfélag án borgarastéttar. Með saman- burðarrannsóknum sínum á ritum Rous- seaus og Ármanni á Alþingi befur Nanna Olafsdóttir sýnt óvefengjanlega fram á sam- bandið milii hins skagfirzka bóndasonar og hins lýðveldissinnaða franska byltingarrit- höfundar, og þó ekki væri fyrir annað, hef- ur hún hér brugðið nýju og merkilegu ljósi yfir mikilvægan þátt sögu okkar. Eitt er það atriði, sem Nanna Ólafsdóttir reifar nánar í riti sínu: skoðanir Baldvins á hinu konunglega einveldi. Var Baldvin Einarsson konungssinni? Sumir íslenzkir sagnfræðingar seinni tíma hafa svarað þessu játandi, svo sem Þorkell Jóhannesson og Jón Helgason prófessor i Kaupmanna- höfn. Nanna Olafsdóttir hafnar þessari skoðun, og með réttu að mínu áliti. Hún sýnir fram á að ritskoðunarlög Danmerkur hafi heft tungu hans á prenti, en í einka- bréfum komi greinilega í ljós, að Baldvin hallist að þingbundinni konungsstjórn. Þetta tel ég ekkert vafamál, en ég vil taka fram, þar sem hún vitnar í orð mín, er ég skrifaði fyrir rúmum áratug um Baldvin Einarsson, að ég hélt því aldrei fram, að Baldvin Einarsson hafi verið mótfallinn takmörkun hins konunglega einveldis. Hins vegar taldi ég hann varkáran bónda og full- trúa bjargálna bænda og leiddi það af fé- lagslegum uppruna hans og ásigkomulagi hins íslenzka þjóðfélags. Þegar ég talaði um hinn varkára bónda í Baldvini Einars- syni hafði ég í huga afstöðu hans til hinn- ar síofsóttu stéttar lausamannanna, sem fól í sér upplausn hins íslenzka bændaþjóðfé- lags, en ég efaðist aldrei um pólitíska af- stöðu Baldvins til konungseinveldisins. En þetta er nú útúrdúr. Nanna Óafsdóttir hefur unnið mikið og þarft verk með þessari bók um Baldvin Ein- arsson. Hún hefur markað sögulega stöðu hans miklu skýrar en áður hefur verið gert. Ég hef það helzt út á bókina að setja, að höfundurinn hefur ekki unnið nógu vel úr sumum köflum hennar, látið sér nægja að afrita heimildirnar um afstöðu Islendinga til stéttaþinganna, en ekki sundurgreint nánar hið íslenzka „almenningsálit“ þeirra tíma. En slíkar aðfinnslur skipta í raun og veru litlu máli um bók, sem skrifuð er að öðru leyti af samvizkusemi og vandvirkni og varpar nýju og oft óvæntu ljósi á þenn- an þokkafulla unga Islending sjálfstæðis- baráttu okkar. Nanna Ólafsdóttir þarf ekki að vera feimin við að birta áfram rannsókn- ir sínar á þessum hugstæða kafla sögu vorr- ar. Sverrir Kristjánsson. LEIÐRÉTTING 1 umsögn um Grískar þjóðsögur og æfintýri í síðasta hefti hefur misprentazt Lls. 79, 4. línu jagnaðarerindi fyrir jagnaðarejni. 192
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.