Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 7
VerkalýSshreyjingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma flokks eða flokka verkalýðsstéttarinn- ar. Með hljóðlátu löggjafarstarfi þingmeirihlutans mætti breyta þjóð- félaginu í átt til sósíalisma stig af stigi og án snöggra umbyltinga. Vopnuð uppreisn minnihluta þjóðar- innar og valdataka hans í krafti henn- ar væri hreint ofbeldi sem stríddi gegn lýðræðiserfðum Vesturlanda: því hlyti leið þeirra til sósíalismans óhjákvæmilega að liggja gegnum hin- ar borgaralegu þingræðisstofnanir. Um þessar tvær leiðir að marki sósíalismans hefur verkalýðshreyfing- in í Evrópu verið klofin í hálfa öld. Þótt ekki verði fullyrt að praktísk- ur árangur skeri einn úr um réttleika hverrar kenningar, þá hlýtur hann eigi að síður að vera aðalmælikvarð- inn á gildi hennar. Þess vegna er ómaksins vert að athuga hversu kommúnistum og sósíaldemókrötum hefur, hvorum um sig, orðið ágengt í baráttu þeirra fyrir sósíalískri um- breytingu þjóðfélagsins. Þeirri staðreynd verður ekki hagg- að að stjórnlistarforskrift Leníns — uppreisnarforskriftin — hefur reynzt sigursæl í eystri helmingi Evrópu og A-Asíu, fyrst í Októberbyltingunni í Rússlandi 1917, síðan í Júgóslavíu, Kína og N-Víetnam1). Hvaða skoðun 1 Um alþýðulýðveldin í A-Evrópu gegn- ir nokkuð sérstöku máli að þessu leyti. Hin innlendu uppreisnaröfl studdust þar við er- lendan her og náðu a. m. k. sums staðar völdum með aðstoð hans. sem menn kunna annars að hafa á þeim tegundum sósíalisma er þróazt hafa í þessum löndum, þá er ómót- mælanlegt að þau hafa öll framkvæmt með ýmsu móti hinar hagfræðilegu grundvallarsetningar sósíalismans: komið á félagslegri eign á fram- leiðslutækjunum í stað kapítalískrar einkaeignar, og upprætt það arðrán manns af manni sem grundvallast á hinni síðarnefndu. Þar með er ekki sagt að rússneskur sósíalismi eða kínverskur sósíalismi sé hin eina sanna holdtekja þeirra sósíalísku kenninga sem mótuðust í V-Evrópu á 19. öld. Sósíaldemókrataflokkar V- Evrópu hafa til að mynda jafnan þrætt fyrir að þjóðskipulag þessara ríkja væri í raun og veru sósíalískt með þeim rökum að hinar lenínísku byltingar væru ólýðræðislegar og upp úr þeim hafi risið einræðisþjóð- félög með einsflokkskerfi. Þess vegna væru þau andstæða frelsishugsjónar sósíalismans og fyrirheits hans um sigur mannsins á nauðung og firr- ingu. En hverju hafa þá sósíaldemókrat- ar sjálfir komið til leiðar með þing- ræðisforskrift sinni. Af þeim árangri sem þeir náðu á síðustu áratugum 19. aldar í flestum löndum V- og N-Ev- rópu hefði mátt ætla að þeir hefðu fundið með stjórnlist sinni hina réttu leið Vesturlanda til sósíalismans. Flokkar þeirra urðu á skömmum tíma fjöldaflokkar verkalýðsins og 325
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.