Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 7
VerkalýSshreyjingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma
flokks eða flokka verkalýðsstéttarinn-
ar. Með hljóðlátu löggjafarstarfi
þingmeirihlutans mætti breyta þjóð-
félaginu í átt til sósíalisma stig af
stigi og án snöggra umbyltinga.
Vopnuð uppreisn minnihluta þjóðar-
innar og valdataka hans í krafti henn-
ar væri hreint ofbeldi sem stríddi
gegn lýðræðiserfðum Vesturlanda:
því hlyti leið þeirra til sósíalismans
óhjákvæmilega að liggja gegnum hin-
ar borgaralegu þingræðisstofnanir.
Um þessar tvær leiðir að marki
sósíalismans hefur verkalýðshreyfing-
in í Evrópu verið klofin í hálfa öld.
Þótt ekki verði fullyrt að praktísk-
ur árangur skeri einn úr um réttleika
hverrar kenningar, þá hlýtur hann
eigi að síður að vera aðalmælikvarð-
inn á gildi hennar. Þess vegna er
ómaksins vert að athuga hversu
kommúnistum og sósíaldemókrötum
hefur, hvorum um sig, orðið ágengt í
baráttu þeirra fyrir sósíalískri um-
breytingu þjóðfélagsins.
Þeirri staðreynd verður ekki hagg-
að að stjórnlistarforskrift Leníns —
uppreisnarforskriftin — hefur reynzt
sigursæl í eystri helmingi Evrópu og
A-Asíu, fyrst í Októberbyltingunni í
Rússlandi 1917, síðan í Júgóslavíu,
Kína og N-Víetnam1). Hvaða skoðun
1 Um alþýðulýðveldin í A-Evrópu gegn-
ir nokkuð sérstöku máli að þessu leyti. Hin
innlendu uppreisnaröfl studdust þar við er-
lendan her og náðu a. m. k. sums staðar
völdum með aðstoð hans.
sem menn kunna annars að hafa á
þeim tegundum sósíalisma er þróazt
hafa í þessum löndum, þá er ómót-
mælanlegt að þau hafa öll framkvæmt
með ýmsu móti hinar hagfræðilegu
grundvallarsetningar sósíalismans:
komið á félagslegri eign á fram-
leiðslutækjunum í stað kapítalískrar
einkaeignar, og upprætt það arðrán
manns af manni sem grundvallast á
hinni síðarnefndu. Þar með er ekki
sagt að rússneskur sósíalismi eða
kínverskur sósíalismi sé hin eina
sanna holdtekja þeirra sósíalísku
kenninga sem mótuðust í V-Evrópu á
19. öld. Sósíaldemókrataflokkar V-
Evrópu hafa til að mynda jafnan
þrætt fyrir að þjóðskipulag þessara
ríkja væri í raun og veru sósíalískt
með þeim rökum að hinar lenínísku
byltingar væru ólýðræðislegar og
upp úr þeim hafi risið einræðisþjóð-
félög með einsflokkskerfi. Þess vegna
væru þau andstæða frelsishugsjónar
sósíalismans og fyrirheits hans um
sigur mannsins á nauðung og firr-
ingu.
En hverju hafa þá sósíaldemókrat-
ar sjálfir komið til leiðar með þing-
ræðisforskrift sinni. Af þeim árangri
sem þeir náðu á síðustu áratugum 19.
aldar í flestum löndum V- og N-Ev-
rópu hefði mátt ætla að þeir hefðu
fundið með stjórnlist sinni hina réttu
leið Vesturlanda til sósíalismans.
Flokkar þeirra urðu á skömmum
tíma fjöldaflokkar verkalýðsins og
325