Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 89
Bergsteinn Jónsson
Fyrstu íslenzku tímaritin I
Fyrsta íslenzka fréttablaðið
Nokkuð er nú liðið á fimmtu öld síð-
an íslenzkir menn eignuðust fyrst
tæki til prentunar, fluttu þau hingað
til lands og hófu prentun og útgáfu
bóka og bæklinga.1
Lengi vel fengust íslenzkir útgef-
endur lítt við það sem ættfæra má
til blaða- eða tímaritaútgáfu, þótt
víða megi hjá fornum höfundum
greina frásagnarmáta sem í mörgu
minnir á vinnubrögð blaðamanna
síðari tíma. Hefur réttilega verið á
það bent að Morðbréfabæklingar
Guðbrands biskups Þorlákssonar eru
sambærilegir hliðstæðum áróðursrit-
lingum í öðrum löndum álfunnar á
sama skeiði, en þeir eru kafli í sögu
blaðaútgáfu og blaðamennsku. Þá má
minna á að ýmsir formálar Guð-
brands fyrir útgáfubókum hans bera
ósvikinn áróðursbrag. Er varla að
efa að Guðbrandur hefði orðið harð-
skeyttur stjórnmálaritstjóri ef for-
sjónin hefði skákað honum þar í
tíma og stöðu.2
Alþingisbókin eða Lögþingisbókin
er hið fyrsta sem hér kom út í eins
konar tímaritsformi. Var hún fyrst
prentuð í Skálholti 1696—1697, og
flest ár upp frá því til loka Óxarár-
þings, á Hólum, í Hrappsey og síðast
í Leirárgörðum. En gerðabók dóm-
þingsins við Öxará hlýtur að teljast
blöðum, tímaritum og blaðamennsku
óviðkomandi og því verður ekki frek-
ar við hana dvalið hér.
Vegur Hólaprentsmiðju (hún var
að vísu ekki ætíð á Hólum, en það
gildir einu) var mestur um daga Guð-
brands. Eftir það liggur leiðin öll
niður á við. Ef til vill hefði lengri
dvöl hennar í Skálholti eða á Suður-
landi getað reist hag hennar, einkum
ef Þórðar biskups Þorlákssonar hefði
lengur notið. En son Þórðar, Brynj-
ólf á Hlíðarenda, og eftirmann hans
í Skálholti, Jón Vídalín, brast giftu
til að hagnýta sér prentverkið, og
svo fór að það barst aftur til Norður-
lands og komst í eigu Hólastóls.
Saga Hólaprents á átjándu öld eftir
að það komst úr eigu niðja Guð-
brands og í hendur stólsins, er álíka
ömurleg og saga biskupsstólsins sam-
tímis. Dauðastríðið dróst á langinn
og svanasöngur norðlenzkrar útgáfu-
starfsemi á síðustu öld hennar var
sannkallaður eymdaróður. En skylt
407