Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 89
Bergsteinn Jónsson Fyrstu íslenzku tímaritin I Fyrsta íslenzka fréttablaðið Nokkuð er nú liðið á fimmtu öld síð- an íslenzkir menn eignuðust fyrst tæki til prentunar, fluttu þau hingað til lands og hófu prentun og útgáfu bóka og bæklinga.1 Lengi vel fengust íslenzkir útgef- endur lítt við það sem ættfæra má til blaða- eða tímaritaútgáfu, þótt víða megi hjá fornum höfundum greina frásagnarmáta sem í mörgu minnir á vinnubrögð blaðamanna síðari tíma. Hefur réttilega verið á það bent að Morðbréfabæklingar Guðbrands biskups Þorlákssonar eru sambærilegir hliðstæðum áróðursrit- lingum í öðrum löndum álfunnar á sama skeiði, en þeir eru kafli í sögu blaðaútgáfu og blaðamennsku. Þá má minna á að ýmsir formálar Guð- brands fyrir útgáfubókum hans bera ósvikinn áróðursbrag. Er varla að efa að Guðbrandur hefði orðið harð- skeyttur stjórnmálaritstjóri ef for- sjónin hefði skákað honum þar í tíma og stöðu.2 Alþingisbókin eða Lögþingisbókin er hið fyrsta sem hér kom út í eins konar tímaritsformi. Var hún fyrst prentuð í Skálholti 1696—1697, og flest ár upp frá því til loka Óxarár- þings, á Hólum, í Hrappsey og síðast í Leirárgörðum. En gerðabók dóm- þingsins við Öxará hlýtur að teljast blöðum, tímaritum og blaðamennsku óviðkomandi og því verður ekki frek- ar við hana dvalið hér. Vegur Hólaprentsmiðju (hún var að vísu ekki ætíð á Hólum, en það gildir einu) var mestur um daga Guð- brands. Eftir það liggur leiðin öll niður á við. Ef til vill hefði lengri dvöl hennar í Skálholti eða á Suður- landi getað reist hag hennar, einkum ef Þórðar biskups Þorlákssonar hefði lengur notið. En son Þórðar, Brynj- ólf á Hlíðarenda, og eftirmann hans í Skálholti, Jón Vídalín, brast giftu til að hagnýta sér prentverkið, og svo fór að það barst aftur til Norður- lands og komst í eigu Hólastóls. Saga Hólaprents á átjándu öld eftir að það komst úr eigu niðja Guð- brands og í hendur stólsins, er álíka ömurleg og saga biskupsstólsins sam- tímis. Dauðastríðið dróst á langinn og svanasöngur norðlenzkrar útgáfu- starfsemi á síðustu öld hennar var sannkallaður eymdaróður. En skylt 407
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.