Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 79
Elías Elíasson
úr lionuni. Og systir hans leyfir tárunum að flóa óhindruðum án tillits tii við-
staddra, snökktir hátt öðru hvoru og skelfur af ekka. Móðir hennar gefur
henni þyrrkingslegt hornauga annað veifið. Þvílíkt flóð! Þegar sálminum
lýkur er komin verulega andleg stemmning og samhugur í þennan sundurleita
hóp. Og presturinn gagntekinn háleitri köllun. Hann beygir höfuð til bænar
og virðir hálfluktum augum fyrir sér fólkið, sem er að setjast tii þess að
geta staðið upp og tekið við blessun hans að lokinni bæn. En um leið og það
sezt fer undarlegur titringur um hið þunga og sterka eikarborð, svo að kort-
in hreyfast greinilega í glerskálinni á því miðju.
Allir verða þess varir, og hvorki prestinum né ekkjunni og vinkonu hennar
kemur það á óvart, en tengdadóttirin fölnar, meir þó af furðu en ótta, og Elías
bóndi beygir sig ósjálfrátt niður og lítur undir borðið. En það er ekkert
óvenjulegt að sjá, ekkert nema fætur hinna í þeim stellingum, sem ómögulega
gætu komið borði af þessari þyngd til að titra. — Látum oss biðja, byrjar
presturinn hátíðlega, alveg eins og í kirkju þar sem ekkert óvenjulegt hefir
skeð. Sigga snökktir hátt og lengi. Og áður en presti gefst tóm til að halda
bæninni áfram, flýgur mynd Eiíasar Elíassonar niður af veggnum, skellir
öðrum stjakanum um koll í fluginu, lyftir sér yfir höfuð ekkjunnar og tengda-
dótturinnar og staðnæmist ekki fyrr en á kortaskálinni, en glerbrotin fljúga í
allar áttir. Þar liggur hún á hvolfi og út í loftið standa ryðbrunnir snæris-
endar, þar sem bandið hefir legið á naglanum. — Nú er mér nóg boðið!
lirópar ekkjan heiftarlega. Og áður en nokkur getur áttað sig þrífur hún
myndina heldur ómjúklega, leggur hana í kjöltu sér og sópar með sálmabók-
inni sinni glerbrotunum af dúknum ofan á andlitið á Elíasi Elíassyni. Að því
loknu kemur hún myndinni fyrir á borðinu fyrir framan sig og leggur sálma-
bókina ofan á allt saman. Síðan gefur hún presti merki um að halda áfram,
þar sem hann stendur enn í bænastellingum, þrátt fyrir áfallið. En einhvern-
veginn er bænarstemmningin vikin, ýmist fyrir áköfum hjartslætti vegna þessa
furðulega fyrirbæris, eða öðrum áhrifum þess. Stúlkan á legubekknum starir
galopnum augum og gleymir að snökkta.
— Látum oss biðja — byrjar presturinn í annað sinn, ofurlítið skjálf-
raddaður. En lengra kemst hann ekki að heldur. Því á samri stundu leikur
húsið á reiðiskjálfi með ferlegum gný, hurðaskellum hverjum af öðrum,
þungu, þrammandi fótataki og einhverju hvæsandi ískri, sem nístir gegnum
merg og bein og virðist fylgja þessu yfirþyrmandi fótataki, sem óðfluga nálg-
ast stofudyrnar. Allir spretta á fætur, nema vinkona ekkjunnar. Sýnilega er
henni að verða illt, en enginn sinnir því. Allra augu mæna á dyrnar í stein-
397