Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 67
ELías Elíasson
botnlangi, hvað þá annað meira, heldur venjuleg uppsölupest með hitavellu.
Og hann þverneitar að koma í kvöld. Stelpan hefir fengið smávegis heila-
hristing, ekkert við hana að gera, nema láta hana liggja. Ef hún verður verri
á morgun getur hann litið á hana, annars engin ástæða til. Engin meðul,
hatnar af sjálfu sér. Allt í fína. Síðan er hann horfinn úr símanum og ótaland-
vörp hvína í eyrum bóndans frá hlustandi húsfreyj um á línu hans. Nei, lækn-
irinn er ekki að ómaka sig að þarflausu núorðið. Munur eða fyrsta árið, með-
an hann var að vinna sér hylli. Aftur á móti kemur presturinn, eins og um var
beðið. Hann kemur meðan fólkið situr að kvöldverði og ræðir, nær sammála,
um þá leti og það kæruleysi fyrir líkamsvelferð héraðsbúa, sem héraðslækn-
irinn er orðinn ber að í seinni tíð. Vinkona ekkjunnar ber ein í bætifláka fyr-
ir hann, en hún ber í bætifláka fyrir alla, dauða og lifandi, svo enginn tek-
ur mark á því. En — sem sagt — á meðan fólkið matast og fróar innibyrgðri
gremju sinni með upprifjun á syndaregistri líkamshirðis síns, þýtur Sesar upp
með áköfu gjammi og um leið bregður skærum glampa á gluggann og allir
vita, að þar rennir sáluhirðirinn bifreið sinni í hlað. Presturinn, ungur,
grannvaxinn, fölleitur og þunnhærður, öllum mönnum alúðlegri og alþýð-
legri, vill helzt fá að setjast inn í eldhús til fólksins. En ekkjan tekur slíkt ekki
í mál. í stofuna skal hann. Hún lætur kveikja á stóra lampanum yfir miðju
borði og býður gestinum til sætis við innri borðsendann. Þetta er stórt,
klunnalegt eikarborð og á því miðju útsaumaður dúkur undir glerskál fullri
af jólakortum.
Umhverfis borðið eru fjórir stólar, slitnir og harðir viðkomu, en nýlegur
stofuskápur með glerrúðum fyrir efsta hólfi öðru megin fataskáps trónar við
vegginn andspænis dyrunum. I stofunni er einnig sligaður legubekkur og
rauðbrúnt teppi breitt yfir hann. Á hann er raðað ísaumuðum púðum, kross-
saums-, augnsaums- og gobelíns-saumuðum, — sýnilega kvennaskólahann-
yrðir, eins og dúkurinn á borðinu. Blóm í gluggum. Myndir á veggjum, skáp,
kommóðu og litlu borði milli glugganna. Myndir af ungu hjónunum og börn-
um þeirra, systkinum þeirra og ýmsu skyldfólki, að ógleymdum fyrrverandi
húsbónda á þessu heimili, Elíasi Elíassyni. Mynd hans, í gylltum ramma, nýt-
ur sín mæta vel á veggnum yfir miðjum stofuskápnum, eins og vera ber.
Gluggar stofunnar, tveir, vita í suður, litlir gluggar, tjaldaðir gegnsæjum,
rósamynstruðum blúndum. Úti fyrir þeim grúfir svart, regnþungt nóvember-
myrkrið og teygir krumlur inn í hvert skot. Og þótt hlýtt sé í stofunni, er
loftið þar inni þungt og ofurlítið blandið fúkka, eins og oft verður í herbergj-
um, sem sjaldan er gengið um. Ef til vill er það þess vegna að hnerra setur að
25 TMM
385