Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 72

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 72
Timarit Máls og menningar hvern annan skólastrák og dettur ekki í hug, að hann trúi neinu af því sem hann segir í ræðum. Ekki fremur en það sjálft. Og það getur ekki fundið að hann hagi sér neitt öðruvísi en það — utan kirkju. Að lítilli stundu liðinni sitja þau presturinn, ekkjan og vinkona hennar yfir rjúkandi kaffihollum, smurðu brauði, tveimur tegundum af tertum, sex af smákökum, og auk þess tvíbökum, kleinum, kexi og jólaköku. Borðið er hók- staflega fullt. Það er engin von um að nokkurt þeirra bragði eitt á öllum teg- undum, en það gerir ekkert til. Svona á það að vera. Og ekkjan biður þau hin að afsaka hvað ómerkilega sé fram borið, sem þau mótmæla af fullkominni hæversku. En þau eru ekki langt komin að drekka úr fyrstu bollunum, þegar ekkjan snýr sér að vinkonu sinni og spyr: Þú ert þá búin að færa þetta í tal við hann? — Ó-nei, ekki var það nú komið svo langt, svarar vinkonan hóglega. — Nú? Ekkjan á sýnilega örðugt með að skilja hvað þetta hefir vafizt fyr- ir þeim. — Það — er — svo erfitt — að tala um svona lagað — fyrir aðra, stynur vinkonan. — Nú, ætli það standi þá ekki líka mér næst, svarar ekkjan. — En ég kem ekki orðum að því eins vel og þú, Halldóra mín. Hann verður að afsaka það, presturinn. Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður. — Vitanlega — vitanlega, samsinnir presturinn. — Þú skalt bara tala eins og þér býr í brjósti, Guðný. Er það eitthvað sem ég get gert fyrir þig? — Ojá, það hefir mér nú dottið í hug. Og ég ætla engan formála að hafa fyrir því. Það er út af honum Elíasi mínum. — Elíasi? Nú, já, ég skil, syni þínum? Er eitthvað sem ég get gert fyrir hann? Prestur er sýnilega hjálpfýsin uppmáluð. — Ónei, ekki honum Ella mínum, það er allt í lagi með hann. Nei, það er hann Elías minn sálugi ... — Já? Er það viðkomandi einhverju, sem hann hefir látið eftir sig? Ekkjan hvessir augun á prestinn. — Eftir sig? Onei, ég er nú einfær um að ráðstafa því, og spyr hvorki hann né aðra ráða í þeim efnum. Enda var það nú ekki svo stórvægilegt, sem hann lét eftir sig. Nei, það var þetta, að mér láðist að biðja prestinn að hiðja almennilega fyrir honum Elíasi mínum í Hk- ræðunni, svo mér datt í hug — eða okkur Halldóru minni í sameiningu — að það væri þá eins hægt að gera það núna. Presturinn getur ekki varizt því, að blóðið stígur honum snöggvast til höf- 390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.