Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 11
VerkalýSshreyfingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma
nú, er skorturinn á þjálfuðu stjórn-
unarliÖi og verkmenntuðu vinnuafli
svo tilfinnanlegur að greiningin milli
tveggja aðalstofnananna, flokksins
og ríkisvaldsins, upphefst í algera
einingu þeirra beggja: það skortir
hæfa menn til að bera þær uppi sem
tvær sjálfstæöar, óháðar stofnanir,
svo að þær renna saman í eina — hið
allsráöandi ríkisvald.
Lenínisminn hefur hlotið sögulega
staðfestingu sem rétt og árangursrík
stjórnlist verkalýðshreyfinga í lönd-
um þar sem skorturinn einkennir allt
þjóðfélagið, þar sem neyð hins
snauða lýðs er forsenda ríkidæmis
fámennrar yfirstéttar og efnisheim-
urinn er því óyfirstíganlegur þrösk-
uldur í vegi friðsælla mannlegra sam-
skipta. Við þessar sérstöku aðstæður
skortsins virðist engin önnur leið fær
til að hreyta þjóðfélaginu í átt til
sósíalisma en sú er Lenín markaði:
þ. e. uppreisn öreiganna gegn ríkis-
valdi yfirstéttarinnar — því að þj óð-
félagiÖ sem skipulögö heild er þar
beinlínis ekki til utan ramma ríkis-
valdsins — og upphygging nýs og
voldugs miðstjórnarvalds. Þetta þýð-
ir vitanlega ekki að allt það sem Sov-
étríkin urðu að ganga í gegnum í
stjórnartíð Stalíns hljóti óhjákvæmi-
lega að fylgja uppbyggingu sósíalism-
ans í vanþróuöum þjóðfélögum. í
fyrsta lagi er afar ósennilegt að sag-
an skapi aftur þær sérstöku ytri
kringumstæöur sem Sovétríkin máttu
búa við á Stalínstímanum; og í öðru
lagi voru hinir harmsögulegu þættir
hans engan veginn ákvarðaðir af ytri
eða innri kringumstæöum: þeir voru
afleiðing vísvitaðra, mannlegra
stjórnmálaathafna. Þetta þýðir að-
eins að krafa manna — og þá ekki
sízt sósíaldemókrata — um að að-
feröirnar við uppbyggingu sósíalism-
ans í löndum skortsins samræmist
hugmyndum Vesturlandabúa um lýð-
ræði, er með öllu óraunhæf. Með
þeirri kröfu er sú grundvallarstaö-
reynd virt að vettugi að gildi, eins
og borgaralegt lýðræði, eru af-
sprengi ákveðinna sögulegra og fé-
lagslegra erfða og fá ekki skotiÖ rót-
um í umhverfi sem er gerólíkt að fé-
lagslegri gerð og sögulegri þróun.
Söguþróunin lýtur vissulega engri
nauöhyggj u í þeirri merkingu að hún
gefi mönnum aðeins kost á einum
möguleika eða einni leið, heldur
mætti segja að hún fylgi neikvæðri
nauðhyggju sem útilokar alltaf
nokkra fræðilega möguleika af ýms-
um sem bjóðast við ákveðnar aðstæð-
ur á hverjum tíma. Einn þeirra mögu-
leika sem rússneskar aðstæður í tíð
byltingarinnar útilokuðu var sá að
hægt yrði að hafa í heiðri og þroska
vestrænar lýöræöisheföir meðan sósí-
alisma fátæktarinnar var komið í
framkvæmd. AÖferðirnar hlutu að
verða miklu harðneskjulegri og ólýð-
ræðislegri en vestrænir sósíalistar
hefðu óskað. Annað mál er það — og
329