Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 11
VerkalýSshreyfingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma nú, er skorturinn á þjálfuðu stjórn- unarliÖi og verkmenntuðu vinnuafli svo tilfinnanlegur að greiningin milli tveggja aðalstofnananna, flokksins og ríkisvaldsins, upphefst í algera einingu þeirra beggja: það skortir hæfa menn til að bera þær uppi sem tvær sjálfstæöar, óháðar stofnanir, svo að þær renna saman í eina — hið allsráöandi ríkisvald. Lenínisminn hefur hlotið sögulega staðfestingu sem rétt og árangursrík stjórnlist verkalýðshreyfinga í lönd- um þar sem skorturinn einkennir allt þjóðfélagið, þar sem neyð hins snauða lýðs er forsenda ríkidæmis fámennrar yfirstéttar og efnisheim- urinn er því óyfirstíganlegur þrösk- uldur í vegi friðsælla mannlegra sam- skipta. Við þessar sérstöku aðstæður skortsins virðist engin önnur leið fær til að hreyta þjóðfélaginu í átt til sósíalisma en sú er Lenín markaði: þ. e. uppreisn öreiganna gegn ríkis- valdi yfirstéttarinnar — því að þj óð- félagiÖ sem skipulögö heild er þar beinlínis ekki til utan ramma ríkis- valdsins — og upphygging nýs og voldugs miðstjórnarvalds. Þetta þýð- ir vitanlega ekki að allt það sem Sov- étríkin urðu að ganga í gegnum í stjórnartíð Stalíns hljóti óhjákvæmi- lega að fylgja uppbyggingu sósíalism- ans í vanþróuöum þjóðfélögum. í fyrsta lagi er afar ósennilegt að sag- an skapi aftur þær sérstöku ytri kringumstæöur sem Sovétríkin máttu búa við á Stalínstímanum; og í öðru lagi voru hinir harmsögulegu þættir hans engan veginn ákvarðaðir af ytri eða innri kringumstæöum: þeir voru afleiðing vísvitaðra, mannlegra stjórnmálaathafna. Þetta þýðir að- eins að krafa manna — og þá ekki sízt sósíaldemókrata — um að að- feröirnar við uppbyggingu sósíalism- ans í löndum skortsins samræmist hugmyndum Vesturlandabúa um lýð- ræði, er með öllu óraunhæf. Með þeirri kröfu er sú grundvallarstaö- reynd virt að vettugi að gildi, eins og borgaralegt lýðræði, eru af- sprengi ákveðinna sögulegra og fé- lagslegra erfða og fá ekki skotiÖ rót- um í umhverfi sem er gerólíkt að fé- lagslegri gerð og sögulegri þróun. Söguþróunin lýtur vissulega engri nauöhyggj u í þeirri merkingu að hún gefi mönnum aðeins kost á einum möguleika eða einni leið, heldur mætti segja að hún fylgi neikvæðri nauðhyggju sem útilokar alltaf nokkra fræðilega möguleika af ýms- um sem bjóðast við ákveðnar aðstæð- ur á hverjum tíma. Einn þeirra mögu- leika sem rússneskar aðstæður í tíð byltingarinnar útilokuðu var sá að hægt yrði að hafa í heiðri og þroska vestrænar lýöræöisheföir meðan sósí- alisma fátæktarinnar var komið í framkvæmd. AÖferðirnar hlutu að verða miklu harðneskjulegri og ólýð- ræðislegri en vestrænir sósíalistar hefðu óskað. Annað mál er það — og 329
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.