Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar
— Hún Anna, já! Kannski hún sé búin að gleyma því, þegar kaffikönn-
unni var kippt úr höndunum á henni um daginn og munaði rétt hársbreidd
að stórslys hlytist af. Stútfullri könnunni af sjóðandi kaffi. Hún sagði það
sjálf: það var eins og henni væri kippt úr höndunum á mér.
— Já, maður segir oft svona, mamma----------
— En veit ekki hvað maður er að segja. Þeir sem eru skyggnir, aftur á
móti, þeir vita það. Hver vildi fá Halldóru í símann?
— Hann Hannes hérna á Bakka. Hann var eitthvað að tala um gigtina
í sér.
— Já, hann er nú gott dæmið. Hvað eftir annað hefir hann verið kominn
í rúmið og læknirinn genginn frá, en hún Halldóra mín hefir ekki verið lengi
að koma honum á lappir aftur. Onei, onei. Og svo ert þú að bera brigður á
það, sem er búið að koma skýrt fram á miðilsfundi.
— Ég er ekkert að því, mamma, andmælir dóttirin aum. — Mér finnst
bara svo leiðinlegt, að þið talið svona um hann pabba, eins og — draug —
Stúlkan beygir af og lítur út um gluggann.
— Draug, endurtekur ekkjan hissa. — Það er auðheyrt, að þú hefir enga
uppfræðslu fengið um andleg efni. Þú þyrftir að tala við hana Halldóru
mína. Það eru allir hættir að tala um drauga, krakki. En þú veizt líklega
að fólk lifir eftir dauðann, það var þér þó kennt, bæði hér heima og eins
þegar presturinn uppfræddi þig. Draug! Hitt er annað mál, að það hefir
komið á daginn, sem mig grunaði, að hann er jarðbundinn. Þú ferð líklega
ekki að rengja það, sem hann segir sjálfur, hann trúir því ekki enn að hann
sé skilinn við.
— Mamma! hrópar stúlkan óttaslegin. — Þú ert bara ekki með réttu ráði
lengur. Hvað hefir eiginlega komið fyrir þig? Og að þú talir svona um hann
pabba, þegar hann er dáinn, það er — er hara andstyggilegt.
Ekkjan horfir á dóttur sína áhyggjufull. — Hvaða rugl er þetta í þér,
krakki. Erlu að koma heim til þess að auka á vandræðin með rifrildi og
rugli? Ég var að segja þér hvað fram kom á fundinum. Ég bað hana Hall-
dóru mína í haust, að reyna að ná sambandi við hann föður þinn, útaf þessu,
sem mig var alltaf að dreyma hann. Hann sótti svo að mér í svefni að ég
hafði hreint engan næturfrið. Hún Anna getur bezt borið um það, því hún
heyrði í mér hljóðin og vakti mig nótt eftir nótt. Og það kom á daginn,
sem mig grunaði, að hann hefði ekki breytzt mikið við að deyja. Þú hefir
kannski hugsað þér að hann flygi beint inn í himnaríki, strax eftir viðskiln-
aðinn, maður sem fram í helstríðið fékkst ekki til að opna guðsorðabók,
374