Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 36
Tímarit Máls og menningar hafi verið hér.“ Jú, ætli það sé nú ekki eðlilegra, og rétt að kanna það til hlítar, áður en maður hefur sig til flugs. Þú komst einu sinni svo að orði um Jón Sigfússon á Bragðavöllum, þann er jann fyrsta rómverska peninginn, að hann hafi lengt sógu íslands um 500 ár aftur í tímann. Hafa rannsóknir leitt eitthvað í Ijós síðan er gefi vitneskju um þetta tímabil eða fylli þar í eyðurnar? Það er langt síðan ég skildi, hvílík gífuryrði ég hafði látið mér um munn fara um þessa lengingu íslenzkrar sögu aftur í tímann. Ekkert hefur heldur komið í ljós síðan, sem réttlætt gæti svo glannaleg orð. Þú taldir allar líkur benda til um rómversku peningana sem fundust á Austfjörðum, að þeir hefðu borizt með brezk-rómversku skipi er þangað hefði hrakizt um 290 þegar mynt þessi var algeng. Nú hefur fundizt nýr róm- verskur peningur á allt öðrum stað, Hvítárholti í Hreppum, ekki við strendur heldur inni í landi. Getur þá lengur gilt sama skýring og áður, eða hafa Róm- verjar verið hér víðar á ferð kringum 300, og hví þá ekki höggvið letur í hella eins og Einar Benediktsson þóttist sjá? Eg held enn að það sé engan veginn fráleitt, að skip frá rómverska skatt- landinu Britanníu hafi hrakizt hingað til lands um 300 e. Kr. og rómversku peningarnir þrír frá Austfjörðum hafi þá orðið hér eftir, og þá sennilega miklu fleiri, og landnámsmenn hafi svo fundið þá, þegar þeir komu til lands- ins mörg hundruð árum seinna. Satt að segja finnst mér þetta eðlileg skýring. Peningurinn frá Hvítárholti er eins og hann væri úr sömu pyngju og hinir, og það held ég víst að hann sé. Allir þessir peningar hafa að líkindum komið hingað til landsins í sama sinn. Hitt er svo annað mál, að þeir hafa vel getað borizt hingað á annan hátt en þann, sem ég nefndi. Einhver íslendingur eða landnámsmaður á leið til íslands hefur getað verið í Englandi og komizt yfir hrúgu af þessum gömlu peningum þar og haft þá með sér hingað út. Onn- ur hvor þessara skýringa mun vera sú rétta. En ofmælt er það, hvort heldur sem er, að saga íslands lengist við það um hálfa öld. Leturráðningum Einars Benediktssonar er bezt að offra sem minnstum tíma, en lesa heldur þeim mun meira af kvæðum hans. En getur ekki mannlíf hér á landi verið ennþá eldra, á tímum nýrri stein- aldar? Þá var hlýviðrisskeið eftir ísöldina, og 'ég hef í huga Fosnafundina og Kosmamenninguna í Noregi jyrir þúsundum ára, bergristur þar og aðrar 354
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.