Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar — óbreyttu ástandi — í stað þess að fara með umboð til að breyta þjóðfé- laginu. Þingræðið sem þeir hugðust geta beitt til þess að ná sínum upp- runalegu markmiðum — að skapa sósíalískt þjóðskipulag — hefur í höndum þeirra reynzt ónothæft tæki til þjóðfélagsbreytinga vegna þess að valdakerfið í hinum háþróuðu auð- valdslöndum V-Evrópu hefur ekki eina þungamiðju, heldur margar (valdið er polysentrískt). Eftir því sem dregið hefur úr skorti efnalegra gæða hefur þjóðfélagið orðið marg- hreytilegra og sundurleitara að allri gerð. Ótal félagseiningar og stofnanir hafa skotið upp kollinum eftir því sem framleiðsla varnings, tækni- menntun og gildi hafa aukizt, og af þeim sökum hefur hið horgaralega félag styrkzt og mótazt í fastari skorð- ur. Að sama skapi hefur dregið úr mikilvægi ríkisvaldsins sem valda- stofnunar. Þessi þróun auðvaldsþjóð- félaganna í V-Evrópu hefur haldizt í hendur við eflingu iðnaðarborgara- stéttarinnar allt frá 19. öld. Hún hafði úrslitaáhrif á þróun þessara þjóðfélaga. Eðli eignaskipunarinnar og hugmyndafræði einkaframtaksins á þessum tíma leiddi til þess að hin ráðandi stétt — eignastéttin — náði jafn föstum tökum á borgaralegu fé- lagi og á ríkisvaldinu,bæði með efna- hagslegum og andlegum umsvifum sínum. Telja má að í Englandi, for- ysturíki kapítalismans á 19. öld, hafi þessi þróun leitt til þess að hið borg- aralega félag hafi þá þegar drottn- að pólitískt séð yfir ríkinu. Efl- ing hins fyrrnefnda á kostnað ríkis- valdsins skýrir einmitt það að lýð- ræði frjálslyndisstefnunnar — það sem oft er kallað hið borgaralega lýð- ræði — skyldi fyrst rótfestast sem grundvallar stjórnarfarsregla í Eng- landi og öðrum löndum V-Evrópu. Því enda þótt þingræðið léði verka- lýðsstéttinni og bandamönnum henn- ar nokkurs fangstaðar á löggjafar- og framkvæmdavaldi ríkisins, þurfti eignastéttin ekki að óttast um for- réttinda- og forystustöðu sína; hún hafði eftir sem áður kverkatak á valdastofnunum hins borgaralega fé- lags: efnahags-, menningar- og upp- lýsingastofnunum þess. Lýðræðið og þingræðið var þess vegna í söguleg- um skilningi einstakur lúxus sem eignastéttin gat veitt sér áhættulítið. Sjálfræði borgaralegs félags var henni pólitísk trygging sem leysti hana undan þeirri nauðsyn að hyggja upp gjörræðislegt ríkisvald. Valdið var ekki allt saman komið í þung- lamalegri og hátimbraðri ríkisvél sem nota mætti til þess að umbylta allri þjóðfélagsskipaninni, svo fremi bylt- ingarsinnuð öfl næðu tökum á henni. Það dreifðist um hið þéttriðna og samslungna net hins borgaralega fé- lags. Undir þessum kringumstæðum var lítil hætta á því að þingræði hins borgaralega lýðræðis hefði bylting- 332
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.