Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 41
tsland hefur enga forsögu
svo að íslendingabók og Landnáma hafi rétt fyrir sér, að landnámsmenn hafi
Jcomið hér að óbyggðu landi?
Ég er ekki reiðubúinn til að vefengja okkar fornu heimildir, að hér
hafi verið írskir munkar, þegar norrænir menn komu hingað, sennilega þó að-
eins fáeinir menn á Suðausturlandi. Þetta má kannski kalla mannlíf, en ann-
að mannlíf hefur ekkert verið hér á landi fyrir landnámsöld. Landnámsmenn-
irnir komu hér að óbyggðu landi, eins og sögurnar segja. Einmitt þess vegna
nefndust þeir landnámsmenn. Island hefur enga forsögu.
Gerðist ekki fornleifafundur hér í sjálfri Reykjavík sem bendir til byggðar
alllöngu fyrir landnámstíð?
Fornleifarannsóknir hafa litlar verið hér í Reykjavík. Þó voru boraðar
nokkrar holur gegnum mannvistarlögin við Aðalstræti, einmitt þar sem ég
og margir aðrir telja nokkurn veginn víst að bær Ingólfs Arnarsonar hafi
staðið. Við sendum sýnishorn úr allra neðstu mannvistarlögunum til kolefn-
isaldursgreiningar í Kaupmannahöfn, og aldur þess reyndist einni eða tveimur
öldum hærri en frá landnámsöld íslands. Það var dásamleg uppgötvun þegar
það fannst, að ákvarða mætti aldur lífrænna efna með því að mæla innihald
þeirra af geislavirku kolefni, svonefndu carbon-14, og nákvæmnin er furðu
mikil, svo að skekkjan til eða frá skiptir litlu máli, þegar verið er að aldurs-
greina sýnishorn, sem eru mjög gömul, svo að skiptir árþúsundum eða ára-
tugaþúsundum. En þegar um er að ræða aðeins nokkur hundruð ára gamla
hluti er skekkjan til eða frá ákaflega tilfinnanleg, nákvæmnin lítil. Sýnis-
hornið frá Reykjavík var þar að auki ekki gott. Þetta var samband af viðar-
kolamylsnu og mold, og rannsóknarmaðurinn í Kaupmannahöfn varaði okk-
ur við að taka útkomuna of bókstaflega, sagði að hún gæti vel verið of há
vegna moldarinnar, sem væri innan um kolin. Auk þess er svo alltaf hugsan-
legt, að kolaagnirnar geti verið úr rekatrjám, sem hafi vaxið löngu fyrir land-
námsöld, þótt landnámsmenn hafi brennt þeim, en það er vaxtartími lífver-
unnar, sem út kemur, þegar slíkar aldursgreiningar eru gerðar. Að lokum
þyrfti svo að gera fleiri greiningar en þessa einu til þess að fá fastara
land undir fætur. Þessari margumræddu aldursgreiningu héðan úr Reykjavík
ber því að taka sem eftirtektarverðri niðurstöðu til athugunar og eftirþanka,
en alls ekki á þessu stigi máls sem öruggum vitnisburði um mannabyggð í
Reykjavík fyrir landnámsöld.
Hvað um þá röksemd Benedikts frá Hofteigi að landnámsmenn hafi ekki
359