Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 41
tsland hefur enga forsögu svo að íslendingabók og Landnáma hafi rétt fyrir sér, að landnámsmenn hafi Jcomið hér að óbyggðu landi? Ég er ekki reiðubúinn til að vefengja okkar fornu heimildir, að hér hafi verið írskir munkar, þegar norrænir menn komu hingað, sennilega þó að- eins fáeinir menn á Suðausturlandi. Þetta má kannski kalla mannlíf, en ann- að mannlíf hefur ekkert verið hér á landi fyrir landnámsöld. Landnámsmenn- irnir komu hér að óbyggðu landi, eins og sögurnar segja. Einmitt þess vegna nefndust þeir landnámsmenn. Island hefur enga forsögu. Gerðist ekki fornleifafundur hér í sjálfri Reykjavík sem bendir til byggðar alllöngu fyrir landnámstíð? Fornleifarannsóknir hafa litlar verið hér í Reykjavík. Þó voru boraðar nokkrar holur gegnum mannvistarlögin við Aðalstræti, einmitt þar sem ég og margir aðrir telja nokkurn veginn víst að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið. Við sendum sýnishorn úr allra neðstu mannvistarlögunum til kolefn- isaldursgreiningar í Kaupmannahöfn, og aldur þess reyndist einni eða tveimur öldum hærri en frá landnámsöld íslands. Það var dásamleg uppgötvun þegar það fannst, að ákvarða mætti aldur lífrænna efna með því að mæla innihald þeirra af geislavirku kolefni, svonefndu carbon-14, og nákvæmnin er furðu mikil, svo að skekkjan til eða frá skiptir litlu máli, þegar verið er að aldurs- greina sýnishorn, sem eru mjög gömul, svo að skiptir árþúsundum eða ára- tugaþúsundum. En þegar um er að ræða aðeins nokkur hundruð ára gamla hluti er skekkjan til eða frá ákaflega tilfinnanleg, nákvæmnin lítil. Sýnis- hornið frá Reykjavík var þar að auki ekki gott. Þetta var samband af viðar- kolamylsnu og mold, og rannsóknarmaðurinn í Kaupmannahöfn varaði okk- ur við að taka útkomuna of bókstaflega, sagði að hún gæti vel verið of há vegna moldarinnar, sem væri innan um kolin. Auk þess er svo alltaf hugsan- legt, að kolaagnirnar geti verið úr rekatrjám, sem hafi vaxið löngu fyrir land- námsöld, þótt landnámsmenn hafi brennt þeim, en það er vaxtartími lífver- unnar, sem út kemur, þegar slíkar aldursgreiningar eru gerðar. Að lokum þyrfti svo að gera fleiri greiningar en þessa einu til þess að fá fastara land undir fætur. Þessari margumræddu aldursgreiningu héðan úr Reykjavík ber því að taka sem eftirtektarverðri niðurstöðu til athugunar og eftirþanka, en alls ekki á þessu stigi máls sem öruggum vitnisburði um mannabyggð í Reykjavík fyrir landnámsöld. Hvað um þá röksemd Benedikts frá Hofteigi að landnámsmenn hafi ekki 359
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.