Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 47
Island hefur enga forsögu
líöa. En líklega þarf fljótlega nýja og fullkomnari sundurgreiningu starfa
og að skipta þeim niður á fleiri hendur. En þetta eru nú fjölskyldumál, sem
ég veit ekki hvort menn hafa svo gaman af að heyra mann rausa um.
Þú býst við að verkefnin greinist í stjórnarstörf og frœðistörf. Hvort mund-
irðu kjósa þér fremur?
Ég get búizt við því, að sú skipting verði í framtíðinni. Sú stefna er alls
staðar ríkjandi. Hvernig eiga menn, sem allan liðlangan daginn og allan árs-
ins hring eru á kafi í ys og erli dagsins, eru með leyfi að segja eins og út-
spýtt hundsskinn, að stunda rannsóknarstörf og skriftir? Mig langar til að
vitna í ágætt kvæði eftir Þorstein Jónsson frá Hamri:
Sem laungum fyrr
er oss frændum varnað höfuðlausnar;
svölur klaka við glugg
og spyrji vinir vorir hvað kvæði líði
svörum vér frændur jafnan
að ekki er ort.
Kvæðið er reyndar lengra og allt gott. En hvort ég mundi sjálfur kjósa af
þessu, sem þú nefndir? Hvað skal segja? Ég er nú orðinn svo vanur því að
vera eins konar þjóðareign, að líklega fer að verða vonlítið fyrir mig að
prótestera og vilja fara að rannsaka og skrifa eða jafnvel flytja háskólafyrir-
lestra. Það getur vel verið, að ég hafi einhvern tíma haft einhvern snert af
óþægilegum draumförum, en ég er þá líklega ekki einn um það, og bezt að
vera ekki að gera sig merkilegan. Ég held ég svari þá spurningu þinni með
orðum séra Hallgrims: Vér vitum ei hvers biðja ber. Og svo er það hitt, að
eftir langa og þokkalega sambúð við nöldrið sitt, á maður víst ekki að láta
truflast af fornum ástum.
365