Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 22
Tímarit Máls og menningar verða þess vísari, að skipun nýs ráð- herra yrði að hljóta samþykki Banda- ríkjamanna? Bað varð því að ráði með konungi og æðstu herforustu í landher, sjó- her og flugflota að framkvæma „Prómeþeifs“-áætlunina að afstöðn- um kosningum, ef niðurstöður þeirra yrðu þeim ekki í vil og gamalreyndar kosningabrellur kæmu ekki að haldi. En það fór öðru vísi en ætlað var: lægra settir og lítt kunnir liðsfor- ingjar og herstjórnarmenn hnupluðu Prómeþeifskjörorðinu og fengu her- inn til að hlýða án þess hann í raun- inni vissi hvað til stóð, en samblást- ursmennirnir framkvæmdu einfald- lega ráðstafanir, sem runnar voru undan rifjum Atlantshafsbandalags- ins og gríska herráðsins. Þeir menn sem sverja Atlanzhafsbandalaginu trú og hollustu hafa því litla ástæðu til að hneykslast á þessum óþvegnu grísku liðþjálfum, hins vegar er það skiljanlegt, að Konstantín konungi hafi runnið í skap þegar ótíndir her- menn tóku fram fyrir hendurnar á honum og frömdu það stjórnlaga- rof, sem hann að sjálfsögðu taldi heyra undir hátignarréttindi sjálfs sín. Þegar Georg Papandreou, leið- toga Miðflokkasambandsins, var vik- ið frá með konunglegu valdboði árið 1965, var honum brugðið um að hafa sýnt kommúnistum of mikla linkind. Valdránsmennirnir frá 21. apríl áttu sér í rauninni ekki annað kjörorð til réttlætingar gerðum sín- um en l>aráltuna gegn kommúnism- anum. Þeir drógu hina svörtu slitnu fánadruslu andkommúnismans við hún á ræningjaskipi sínu, og í raun- inni var það þeim alls ekki láandi. Þeir voru aldir upp í anda hins kalda stríðs, sem Bandaríkin hófu þegar áður en heimsstyrjöldinni síð- ari var lokið. Grikkland varð fyrsta fórnarlamb kalda stríðsins og þó má rekja þræði þeirra örlaga, er dun- ið hafa yfir grísku þjóðina enn lengra aftur, og verða viðburðir síðasta árs skiljanlegri ef þeir eru túlkaðir í rök- vísri rás sögunnar. Árið 1924 stökktu Grikkir konungi sínum Georg II. úr landi, og þeir hjuggu við lýðveldi fram til ársins 1935, er flokkur konungssinna náði völdum og kvaddi þjóðhöfðingjann aftur heim. Gríski konungdómurinn var þá sem jafnan áður og síðar aft- urhaldssinnaður og ári eftir heim- komuna leysti Georg konungur upp þingið og fól Metaxas hershöfð- ingja einræðisvöld. Grikkland skip- aði nú bekk með fasistaríkjum Evrópu. Árið 1940 stefndi Mússólíni hersveitum sínum inn í Grikkland frá Albaníu, sem hann hafði tekið árinu áður, en þá gerðust þau furðulegu tíðindi, að hinn gríski bændaher rak rómverska svartstakka ítalska ein- ræðisherrans eins og barða hunda af höndum sér og sótti jafnvel inn í Al- 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.