Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 23

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 23
baníu. Þjóðverjar voru um þetta leyti sem óðast að búast til atlögu gegn Rússlandi, töldu samt ráðlegast að Balkanskaginn væri allur á valdi sínu áður en lagt yrði upp í þá herför. Andspænis hættunni frá Þjóð- verjum kvaddi Metaxas Breta sér til hjálpar og Churchill sendi 60.000 manna lið frá Egyptalandi til Grikk- lands. Þjóðverjar stefndu þá hersveit- um sínum til Grikklands, Bretar biðu geysilegt afhroð og urðu að hörfa úr landi, en Þjóðverjar lögðu það allt undir sig á örfáum vikum og tóku Krítarey úr lofti. Georg konungur og nokkrir háembættismenn flýðu land. I hernumdu Grikklandi höfðu tvær meginstoðir þjóðfélagsins brotnað: konungsvaldið og herinn, en auð- mannastétt borganna, einkum Aþenu, gerðist mjög samvinnuþýð við her- námsveldin, Þjóðverja og Itali. Það er í dæmum haft hvílikur munaður ríkti í Kolanikihverfi Aþenuborgar, þar sem gríska yfirstéttin bjó í skraut- höllum sínum meðan þorri þjóðar- innar lifði við sult. Blygðunarlaus ógnarstjórn Þjóðverja ríkti í land- inu: fyrir hvern einn Þjóðverja, sem drepinn var skutu þeir fimmtíu Grikki. Það var á miðju ári 1942, að fyrstu skæruliðaflokkarnir risu upp í fjallahéruðum Grikklands. Þetta voru fyrstu viðbrögð grískrar alþýðu, sem hafði misst sína fyrri þjóðfélags- legu forustu, konungsvaldið og her- Grikkland í jjötrum inn, meðan mestur hluti yfirstéttar- innar leitaði ásjár og verndar hjá hernámsliðinu. Smám saman tóku hinir dreifðu skæruliðaflokkar að sameinast í stærri eindir undir for- ustu stjórnmálaflokka. I vesturhéruð- um Grikklands stjórnaði Zervas, lýð- veldissinni, fimm þúsund manna her skæruliða og studdist við nokkra borgaralega stjórnmálamenn og iðju- liölda, sem hafnað höfðu samvinnu við Þjóðverja. Þessi skæruliðasam- tök báru skammstöfunina EDES, en urðu aldrei ýkja fjölmenn. Allt öðru máli gegndi um þá pólitísku múg- hreyfingu, sem kommúnistaflokkur- inn stóð að undir forustu Georgs Santos. Fyrir frábæra skipulagsstarf- semi voru EAM-samtökin mynduð, einkum skipuð æskumönnum og kon- um. I fyrsta skipti í sögunni hlutu grískar konur jafnrétti við karla og þær gengu i andspyrnuhreyfinguna af funa og eldmóði. Skæruliðaflokk- ur EAM-hreyfingarinnar nefndist skammstöfuninni ELAS og varð frægur um víða veröld. Sumarið 1943 taldi ELAS-herinn tuttugu þúsundir manna um allt Miðgrikkland. Báðir skæruliðaherirnir, EDES- og ELAS- herinn, fengu vopn frá Bretum, en snemma mátti þó merkja, að Bretar drógu taum EDES-skæruliðanna, en vegna stéttarlegs uppruna og póli- tískra markmiða voru þeir brezkum meir að skapi. Að lokum gáfu Bretar EDES-mönnum einum vopn. En 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.