Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 23
baníu. Þjóðverjar voru um þetta leyti
sem óðast að búast til atlögu gegn
Rússlandi, töldu samt ráðlegast að
Balkanskaginn væri allur á valdi
sínu áður en lagt yrði upp í þá
herför. Andspænis hættunni frá Þjóð-
verjum kvaddi Metaxas Breta sér
til hjálpar og Churchill sendi 60.000
manna lið frá Egyptalandi til Grikk-
lands. Þjóðverjar stefndu þá hersveit-
um sínum til Grikklands, Bretar biðu
geysilegt afhroð og urðu að hörfa úr
landi, en Þjóðverjar lögðu það allt
undir sig á örfáum vikum og tóku
Krítarey úr lofti. Georg konungur og
nokkrir háembættismenn flýðu land.
I hernumdu Grikklandi höfðu tvær
meginstoðir þjóðfélagsins brotnað:
konungsvaldið og herinn, en auð-
mannastétt borganna, einkum Aþenu,
gerðist mjög samvinnuþýð við her-
námsveldin, Þjóðverja og Itali. Það
er í dæmum haft hvílikur munaður
ríkti í Kolanikihverfi Aþenuborgar,
þar sem gríska yfirstéttin bjó í skraut-
höllum sínum meðan þorri þjóðar-
innar lifði við sult. Blygðunarlaus
ógnarstjórn Þjóðverja ríkti í land-
inu: fyrir hvern einn Þjóðverja, sem
drepinn var skutu þeir fimmtíu
Grikki.
Það var á miðju ári 1942, að
fyrstu skæruliðaflokkarnir risu upp
í fjallahéruðum Grikklands. Þetta
voru fyrstu viðbrögð grískrar alþýðu,
sem hafði misst sína fyrri þjóðfélags-
legu forustu, konungsvaldið og her-
Grikkland í jjötrum
inn, meðan mestur hluti yfirstéttar-
innar leitaði ásjár og verndar hjá
hernámsliðinu. Smám saman tóku
hinir dreifðu skæruliðaflokkar að
sameinast í stærri eindir undir for-
ustu stjórnmálaflokka. I vesturhéruð-
um Grikklands stjórnaði Zervas, lýð-
veldissinni, fimm þúsund manna her
skæruliða og studdist við nokkra
borgaralega stjórnmálamenn og iðju-
liölda, sem hafnað höfðu samvinnu
við Þjóðverja. Þessi skæruliðasam-
tök báru skammstöfunina EDES, en
urðu aldrei ýkja fjölmenn. Allt öðru
máli gegndi um þá pólitísku múg-
hreyfingu, sem kommúnistaflokkur-
inn stóð að undir forustu Georgs
Santos. Fyrir frábæra skipulagsstarf-
semi voru EAM-samtökin mynduð,
einkum skipuð æskumönnum og kon-
um. I fyrsta skipti í sögunni hlutu
grískar konur jafnrétti við karla og
þær gengu i andspyrnuhreyfinguna
af funa og eldmóði. Skæruliðaflokk-
ur EAM-hreyfingarinnar nefndist
skammstöfuninni ELAS og varð
frægur um víða veröld. Sumarið 1943
taldi ELAS-herinn tuttugu þúsundir
manna um allt Miðgrikkland. Báðir
skæruliðaherirnir, EDES- og ELAS-
herinn, fengu vopn frá Bretum, en
snemma mátti þó merkja, að Bretar
drógu taum EDES-skæruliðanna, en
vegna stéttarlegs uppruna og póli-
tískra markmiða voru þeir brezkum
meir að skapi. Að lokum gáfu Bretar
EDES-mönnum einum vopn. En
13