Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 24

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 24
Tímarit Máls og mcnningar ELAS-herinn óx án afláts og í sama mund stofnuðu EAM-samtökin bráða- birgðaríkisstj órn, í marzmánuði 1944. Þá töldu þessi samtök tvær milljónir félagsmanna, en þjóðin öll var sjö milljónir. í miðju eldhafi styrjaldarinnar hafði grísk alþýða stofnað með sér samtök, pólitisk og hernaðarleg, svo fjölmenn, að slíks voru engin dæmi í sögu Grikklands. Að meirihluta voru þau skipuð lág- stéttunum, bændum og verkamönn- um, en þar mátti einnig finna fjölda miðstéttarmanna, einkum háskóla- borgara. Eitt er að minnsta kosti víst: engin önnur samtök gátu með fyllri rétti mælt fyrir munn heillar þjóðar en EAM-hreyfingin og ELAS-herinn. Meðan þessu fór fram var gríska konungsstjórnin í útlegð og var kom- in til Kaíró eftir mikið flakk, að- gerðarlítil og sundurlynd, en að öðru leyti fullkomlega gefin undir náð og miskunn Breta. í hinum gríska út- lagaher bar æ meira á andúð gegn gríska konungdómnum. Að lokum varð uppreisn í flota Grikkja í Alex- andríu og sjóherinn krafðist þess, að bráðabirgðastjórn EAM-samtakanna yrði viðurkennd lögmæt ríkisstjórn Grikklands. Uppreisn þessi var að lokum kæfð eftir harða viðureign og Bretar urðu að koma 10.000 grísk- um hermönnum og sjóliðum fyrir í fangabúðum í eyðimerkurhéruðum Afríku. Svo mikið var í húfi, að Churchill stjórnaði að heita rnátti sjálfur hernaðaraðgerðunum gegn hinum grísku uppreisnarmönnum. Þegar líða tók á haust 1944 hafði Rauði herinn sótt inn í flest Balkan- löndin og stóð nú við landamæri Grikklands. Alla sumarmánuðina hafði Churchill verið mjög órótt vegna þessarar sóknar Rússa á Balk- anskaga. Hann var ekki í rónni fyrr en hann hafði komizt að samkomu- lagi við þá um áhrifasvæði á Balkan: Grikklandi varð hann að bjarga hvað sem tautaði og raulaði vegna legu þess við það haf, sem var ein af líf- æðum brezka heimsveldisins. í októ- bermánuði 1944 tókst honum að komast á fund Stalíns í Moskvu. Með sinni venjulegu frásagnarsnilld hefur Churchill lýst því í endurminningum sínum, er hann stakk upp á því við Stalín, að þeir skiptu áhrifum og for- ræði milli Bretlands og Rússlands á Balkanskaga: skiptin skildu gerð með prósentureikningi! Forræði Rúss- lands skyldi nema 90% í Rúmeníu, en í Grikklandi 90% Bretlandi til handa, i Júgóslavíu helmingaskipti. Meðan túlkurinn þýddi þessi tilboð fyrir Stalín krotaði Churchill á hálfr- ar arkar hlað tilboð um að Bretland og Rússland skiptu áhrifum sínum í Ungverjalandi til helminga, í Búlg- aríu áttu áhrif Rússa að nema 75%, afganginn mættu Vesturveldin hirða. Churchill rétti Stalín blaðið og hann athugaði það gaumgæfilega, setti síð- an hlátt strik á það til samþykkis. 14
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.