Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 24
Tímarit Máls og mcnningar
ELAS-herinn óx án afláts og í sama
mund stofnuðu EAM-samtökin bráða-
birgðaríkisstj órn, í marzmánuði
1944. Þá töldu þessi samtök tvær
milljónir félagsmanna, en þjóðin öll
var sjö milljónir. í miðju eldhafi
styrjaldarinnar hafði grísk alþýða
stofnað með sér samtök, pólitisk og
hernaðarleg, svo fjölmenn, að slíks
voru engin dæmi í sögu Grikklands.
Að meirihluta voru þau skipuð lág-
stéttunum, bændum og verkamönn-
um, en þar mátti einnig finna fjölda
miðstéttarmanna, einkum háskóla-
borgara. Eitt er að minnsta kosti víst:
engin önnur samtök gátu með fyllri
rétti mælt fyrir munn heillar þjóðar
en EAM-hreyfingin og ELAS-herinn.
Meðan þessu fór fram var gríska
konungsstjórnin í útlegð og var kom-
in til Kaíró eftir mikið flakk, að-
gerðarlítil og sundurlynd, en að öðru
leyti fullkomlega gefin undir náð og
miskunn Breta. í hinum gríska út-
lagaher bar æ meira á andúð gegn
gríska konungdómnum. Að lokum
varð uppreisn í flota Grikkja í Alex-
andríu og sjóherinn krafðist þess, að
bráðabirgðastjórn EAM-samtakanna
yrði viðurkennd lögmæt ríkisstjórn
Grikklands. Uppreisn þessi var að
lokum kæfð eftir harða viðureign
og Bretar urðu að koma 10.000 grísk-
um hermönnum og sjóliðum fyrir í
fangabúðum í eyðimerkurhéruðum
Afríku. Svo mikið var í húfi, að
Churchill stjórnaði að heita rnátti
sjálfur hernaðaraðgerðunum gegn
hinum grísku uppreisnarmönnum.
Þegar líða tók á haust 1944 hafði
Rauði herinn sótt inn í flest Balkan-
löndin og stóð nú við landamæri
Grikklands. Alla sumarmánuðina
hafði Churchill verið mjög órótt
vegna þessarar sóknar Rússa á Balk-
anskaga. Hann var ekki í rónni fyrr
en hann hafði komizt að samkomu-
lagi við þá um áhrifasvæði á Balkan:
Grikklandi varð hann að bjarga hvað
sem tautaði og raulaði vegna legu
þess við það haf, sem var ein af líf-
æðum brezka heimsveldisins. í októ-
bermánuði 1944 tókst honum að
komast á fund Stalíns í Moskvu. Með
sinni venjulegu frásagnarsnilld hefur
Churchill lýst því í endurminningum
sínum, er hann stakk upp á því við
Stalín, að þeir skiptu áhrifum og for-
ræði milli Bretlands og Rússlands á
Balkanskaga: skiptin skildu gerð með
prósentureikningi! Forræði Rúss-
lands skyldi nema 90% í Rúmeníu,
en í Grikklandi 90% Bretlandi til
handa, i Júgóslavíu helmingaskipti.
Meðan túlkurinn þýddi þessi tilboð
fyrir Stalín krotaði Churchill á hálfr-
ar arkar hlað tilboð um að Bretland
og Rússland skiptu áhrifum sínum í
Ungverjalandi til helminga, í Búlg-
aríu áttu áhrif Rússa að nema 75%,
afganginn mættu Vesturveldin hirða.
Churchill rétti Stalín blaðið og hann
athugaði það gaumgæfilega, setti síð-
an hlátt strik á það til samþykkis.
14