Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 28
Tímarit Máls og menningar
Bandaríkjanna fóru í fyrstu fram með
leynd að tjaldabaki í stjórnardeild-
unum. En sá sem boðaði þessa stefnu-
breytingu af húsaþökunum var eng-
inn annar en sá maður, er fyrstur
hafði orðið til að brjóta skæruliða-
hreyfingu grískrar alþýðu á bak aftur
— Winston Churchill. Maðurinn sem
hafði skipt áhrifum Rússlands og
vesturveldanna á Balkanskaga haustið
1944 svo bróðurlega og með svo
snyrtilegri reikningslist, virtist nú iðr-
ast skiptagerðarinnar við hinn kald-
ráða höfðingja í Kreml og sjá sína
sæng upp reidda: Frá Stettín við
Eystrasalt til Tríeste hjá Adríahafi
hefur járntjald fallið yfir þvert meg-
inlandið. Þessi orð mælti Churchill
þann 5. marz 1946 í ræðu í Fulton í
Missouri, heimafylki Trumans, og við
lófatak forseta Bandaríkjanna. Hann
taldi það að vísu ekki „skyldu vora
að þessu sinni“ að hlutast til með
valdi um innanlandsmálefni ríkjanna
handan járntjalds, sem „vér höfum
ekki hemumið í stríði“, hins vegar
vissi enginn hvað Sovétrússland og
alþjóðleg kommúnistasamtök þess
ætluðust fyrir eða hvort nokkur tak-
mörk yrðu á útþenslu þess. En fyrir
þessar sakir yrði að stofna banda-
lag enskumælandi þjóða, sem með
sameinuðum afla sínum og ítökum
sjóhers og flughers „um allan heim“
gætu veitt þj óðum hérna megin j árn-
tjaldsins algert og fullkomið öryggi.
Þegar Churchill flutti Fultonræðu
sína mælti hann ekki fyrir hönd
brezkrar ríkisstjórnar. Verkamanna-
flokkurinn fór með stjórn Bretlands
um þessar mundir og hafði meðal
annars tekið við þeim arfi, sem
Churchill lét eftir sig á Grikklandi.
Það varð því hlutskipti brezku verka-
mannastjórnarinnar að taka þátt í
borgarastyrjöldinni grísku hin
næstu misseri. En um það bil ári
eftir að Fultonræðan var haldin,
rambaði Bretland á barmi gjaldþrots-
ins og var svo aðframkomið, að í
fyrsta skipti í sögu sinni hafði það
ekki lengur ráð á að bera gagnbylt-
ingarkostnaðinn á erlendri grund. í
febrúarmánuði 1947 tjáði sendi-
herra Breta í Washington utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, að þeir
mundu verða að kveðja her sinn
heim frá Grikklandi. Þeir gátu ekki
lengur staðið straum af þeirri grísku
leppstjórn, sem studd var brezkum
byssustingjum.
Þessi gjaldþrotayfirlýsing Bret-
lands hleypti af stað pólitískri snjó-
skriðu í Bandaríkjunum. Truman
forseti birti hinn 12. marz 1947 báð-
um deildum Bandaríkjaþings boð-
skap sinn, sem síðan har nafnið Tru-
mankenningin. í þessu erindi skipti
Bandaríkjaforseti hnettinum í hinn
frjálsa og ófrjálsa heim, í heim
kommúnismans og heim frjálsra
stofnana, og lýsti því yfir, að það
hlyti að verða stefna Bandaríkjanna
að styðja frjálsar þjóðir, sem veittu
18