Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 28
Tímarit Máls og menningar Bandaríkjanna fóru í fyrstu fram með leynd að tjaldabaki í stjórnardeild- unum. En sá sem boðaði þessa stefnu- breytingu af húsaþökunum var eng- inn annar en sá maður, er fyrstur hafði orðið til að brjóta skæruliða- hreyfingu grískrar alþýðu á bak aftur — Winston Churchill. Maðurinn sem hafði skipt áhrifum Rússlands og vesturveldanna á Balkanskaga haustið 1944 svo bróðurlega og með svo snyrtilegri reikningslist, virtist nú iðr- ast skiptagerðarinnar við hinn kald- ráða höfðingja í Kreml og sjá sína sæng upp reidda: Frá Stettín við Eystrasalt til Tríeste hjá Adríahafi hefur járntjald fallið yfir þvert meg- inlandið. Þessi orð mælti Churchill þann 5. marz 1946 í ræðu í Fulton í Missouri, heimafylki Trumans, og við lófatak forseta Bandaríkjanna. Hann taldi það að vísu ekki „skyldu vora að þessu sinni“ að hlutast til með valdi um innanlandsmálefni ríkjanna handan járntjalds, sem „vér höfum ekki hemumið í stríði“, hins vegar vissi enginn hvað Sovétrússland og alþjóðleg kommúnistasamtök þess ætluðust fyrir eða hvort nokkur tak- mörk yrðu á útþenslu þess. En fyrir þessar sakir yrði að stofna banda- lag enskumælandi þjóða, sem með sameinuðum afla sínum og ítökum sjóhers og flughers „um allan heim“ gætu veitt þj óðum hérna megin j árn- tjaldsins algert og fullkomið öryggi. Þegar Churchill flutti Fultonræðu sína mælti hann ekki fyrir hönd brezkrar ríkisstjórnar. Verkamanna- flokkurinn fór með stjórn Bretlands um þessar mundir og hafði meðal annars tekið við þeim arfi, sem Churchill lét eftir sig á Grikklandi. Það varð því hlutskipti brezku verka- mannastjórnarinnar að taka þátt í borgarastyrjöldinni grísku hin næstu misseri. En um það bil ári eftir að Fultonræðan var haldin, rambaði Bretland á barmi gjaldþrots- ins og var svo aðframkomið, að í fyrsta skipti í sögu sinni hafði það ekki lengur ráð á að bera gagnbylt- ingarkostnaðinn á erlendri grund. í febrúarmánuði 1947 tjáði sendi- herra Breta í Washington utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, að þeir mundu verða að kveðja her sinn heim frá Grikklandi. Þeir gátu ekki lengur staðið straum af þeirri grísku leppstjórn, sem studd var brezkum byssustingjum. Þessi gjaldþrotayfirlýsing Bret- lands hleypti af stað pólitískri snjó- skriðu í Bandaríkjunum. Truman forseti birti hinn 12. marz 1947 báð- um deildum Bandaríkjaþings boð- skap sinn, sem síðan har nafnið Tru- mankenningin. í þessu erindi skipti Bandaríkjaforseti hnettinum í hinn frjálsa og ófrjálsa heim, í heim kommúnismans og heim frjálsra stofnana, og lýsti því yfir, að það hlyti að verða stefna Bandaríkjanna að styðja frjálsar þjóðir, sem veittu 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.