Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 29
viSnám, er vopnaður minnihluti eða
erlend ýtni leitaðist við að leggja þær
undir okið. Grikkland væri slíkt
frjálst ríki í voða statt og því fór
hann fram á það við Bandaríkjaþing,
að það veitti 400 milljónir dala til
hjálpar Grikkjum og skyldi nokkur
hluti þessarar fjárhagsaðstoðar ganga
til Tyrklands. A þessa lund varð borg-
arastyrjöldin í Grikklandi tilefni
mestu straumhvarfa í heimsmálum
eftirstríðsáranna.
I hinum skipulagða pólitíska á-
róðri sem hafinn var nú um allan
hinn svokallaða frjálsa heim var
þeirri skoðun dælt inn í vitund
manna, að Sovétríkin ætluðu sér að
stofna til heimsbyltingar með her-
valdi og Rauði herinn væri búinn til
stökks og mundi flæða vestur alla
Evrópu Rússlandi til aukins valds og
heimskommúnismanum til meiri
dýrðar. Þessi áróður var rekinn af
hvað mestu offorsi um það leyti er
verið var að tæla smáþjóðir Evrópu
inn í Atlantshafsbandalagið. Borgara-
leg sagnfræði vestræn hefur á síðari
árum unnið afrek, sem er henni til
mikils hróss, er hún tætti í sundur
þessa heimslygi og sýndi fram á með
óvefengj anlegum rökum sögulegrar
heimildagagnrýni, að orðrómurinn
um heimsbyltingaráform Sovétríkj-
anna var hreinlega fótalaus þjóðsaga.
Og að því er Grikkland varðar sér-
staklega stóðu Sovétríkin að fullu við
hið ruddalega samkomulag, sem þeir
Grikkland í fjötrum
Stalín og Churchill gerðu með sér
haustið 1944.
En skröksagan og þjóðsagan um
árásaráform Sovétríkjanna gerðu
gagnið sitt. Fyrir íhlutun Bandaríkj-
anna á Grikklandi gerðist hinn amer-
íski stórkapítalismi sjálfskipuð heims-
lögregla, er hélt til atlögu gegn hverri
byltingarhreyfingu, gegn hverri upp-
reisn lágstétta hvar sem var á hnett-
inum. Á mestu byltingaöld í sögu
mannkynsins urðu Bandaríkin hold-
tekja gagnbyltingarinnar og vopnað-
ur lögregluliði.
Þegar Bandaríkin slógust í leikinn
í grísku borgarastyrj öldánni fyrir
rúmum tuttugu árum voru þau af-
rennd að afli og auði og ein allra
ríkja á hnettinum voru þau búin
ægivopni nútímans, kjarnorku-
sprengjunni. Heita mátti að allur
heimurinn utan Bandaríkjanna lægi
helsærður og snauður fyrir fótum
þeirra. Alla stund síðan hafa þau í
ofmetnaði stefnt út í hvern voðann
á fætur öðrum, og menn um allan
heim spyrja undrandi og skelkaðir,
hvort sá næsti endi ekki í skelfingu.
Hinir fornu Grikkir hugleiddu oft
orð eitt á sinni tungu — hybris. Það
merkir hroka þann, sem vex upp úr
þeirri kennd að vera búinn miklu
valdi. Þeir höfðu þá trú, að guðimir
steypi þeim hrokafulla af stóli á þeirri
stundu, er hann hyggur sig helzt bú-
inn almættinu. Þau máttarvöld grísk,
innlend og erlend, sem í steigurlæti
19