Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 35
Sögukorn af LýS bónda í Lyngeyjum Lýður talar þetta meira við sjálfan sig en konuna. Það er gjarna háttur hans, að tala meira við sjálfan sig en annað fólk. Svo ropar hann notalega og fer að jórtra selbita sem gengið hefur uppí hálsinn á honum. Báturinn heldur skriðinum áfram. Þau veiða vel. Kópur í flestum netanna. Sumstaðar tveir í sama bandinu. — Olátabelgur selurinn, segir Lýður, tekur ofan, klórar sér í skallanum. Stingtu á Geiri. Stingtu á Jórunn. Stingiði bæði á. Óli litli komdu hingað og haltu í flá. Allt í hnút. Bölvaður ólátabelgur. Tökum það heim. Bölvað skrifli. Það verða allir skrifli. Ekki svoleiðis, maður er náttúrlega ... Nú fer hann að rigna. Heldurðu hann fari ekki að rigna Geiri? Má búast við því. Hann er helvíti grúaður. Ekki að blóta Geiri. Hún Jórunn okkar vill ekki að þú blótir. 0 þið eruð nú svosem rétt eins og hvor undan öðrum í bölvinu, segir konan. Rignsararigningalegur já, segir Lýður og kippir landtoginu inní skutinn. Rigningarafrussarafruss já. Við sína granna segir hann, sjáiði manninn vit- lausann. Hann raular ósköp lágvært og annars hugar. Lýður bóndi í Lyngeyjum er lentur heima hjá sér. Hann hefur fengið hrær- ing að borða og slátur og mjólk útá, harðfisk og smér, köku og bræðing og blöndusopa. Hann hefur stangað úr tönnunum á sér með stöngli úr hrafns- fjöður, ropað bæði lengi og vel, klórað sér í skallanum og raulað fáeinar vísur. Nú er hann staddur úti undir skemmukampi og pissar fyrir horn. Svo verður honum litið úteftir eyjunni og sér þá hvar þrír menn koma gangandi heim holtin. — Ólafur í Borgum, segir hann upphátt við sjálfan sig. Hvað ætli hann sé nú að erinda kallinn? 0 sjálfsagt einhvem óþarfann. Jæja, gam- an að fá gesti. Kannski ég fari og kvenfólkið, kannski ég fari og kvenfólkið, og kyssi það í náðum. 0 kannskarakannski já. Bændurnir kyssast mörgum kossum og innvirðulega þar sem þeir mætast á hlaðinu. Hinum gestunum er heilsað með handabandi hlýju og þéttu. — Gerið svo vel og gangið í bæinn. Rigningarlegur skratti. Suðvestan gúlpur. Geriði svo vel. Inni i stofu ber Ólafur upp erindið: Ég er kominn til þín með verkfræðing að sunnan. Hann er í hafnargerðarstússi og þyrfti sem fyrst að komast til lands. Hafnargerða já. Jú, ætli það verði ekki einhver ráð með að skjóta honum uppyfir flóann. 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.