Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 52
Tímarit Máls og menningar
því opinbera stöðu sem „nóbelsskáld-
ið“ — eins og hann er oft nefndur
kímnilaust af löndum sínum. Þegar
þess var getið í dönskum blöðum
(Land og Folk 18/7 1965) að rætt
væri um á Islandi að tefla honum
fram sem forsetaefni, þá var vissu-
lega um blaðablaður að ræða sem
Halldór sjálfur gat vísað heim til
föðurhúsanna með hnussi (Tíminn
20/7, Morgunblaðið 21/7). En sé
þessi tilhæfulausi orðrómur tekinn
sem vottur um stöðu nóbelsverð-
launahafans meðal þjóðar sinnar, þá
liggur þrátt fyrir allt nokkur tákn-
rænn sannleikskjarni að baki.
Það liggur í augum uppi að ef
maður nauðugur viljugur íklæðist
gervi opinbers fulltrúa þjóðar sinnar
og menningarsendimanns á alþjóða-
vettvangi þá verður trauðla komizt
hjá að það setji svip sinn á framkomu
hans. Sá sem á víxl skal hylla Svía-
konung, senda heillaósk í tilefni
f j örutíuáraafmælis Sovétríkj anna,
heilsa Ameríku með ræðu í Ame-
rican-Scandinavian Foundation, New
York (Gjörníngabók, bls. 188—190)
eða halda ræðu sem heiðursgestur í
stórveizlu í Peking hjá The Chinese
People’s Association for Cultural
Relations with Foreign Countries,
hlýtur að líta á það sem sjálfsagða
kurteisisskyldu að forðast meiri hátt-
ar deiluefni. Slíkar aðstæður virðast
í sjálfu sér til þess fallnar að draga
úr öllum hvassyrtum persónulegum
yfirlýsingum, ekki hvað sízt í við-
kvæmum pólitískum málum.
Það kemur þó ekki í veg fyrir að
greinahöfundurinn og ræðumaður-
inn Halldór Laxness geti laumað
býsna opinskárri gagnrýni í texta
sinn. í áðurnefndri heillaósk i tilefni
f j örutíuáraafmælis Sovétríkj anna,
dagsettri í New York í nóvember
1957, kallar hann sig „a writer who
for about thirty years has called him-
self a socialist because he believed
that socialism stood for a better life,
and still thinks that if socialism does
not mean the wellbeing of the people,
it is an empty word“. Og hann heldur
áfram:
My wishes to the USSR at present as
before are for all-round prosperity of its
people in our day, spiritual freedom,
absence of fear, an unhampered growth of
the arts and sciences, a peaceful blossom-
ing of the multicolored flower of civiliza-
tion; for all the things that should make a
socialist state a place where life is richer
and the people happier than elsewhere, a
place where most people would want to stay
and nobody want to leave by his free will
(Gjörníngabók, bls. 186).
Þessi lítt dulda gagnrýni verður
varla beiskjuminni fyrir þá sök að
hún er borin fram í formi heillaóska.
Og í Peking fengu áheyrendur sem
trúlega hafa verið rétttrúaðir marx-
istar meðal annars eftirfarandi að
velta vöngum yfir; þar sem þessi
klausa er einkennandi fyrir skoðanir
42