Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 54
Tímarit Máls og menningar
þess háttar er að finna í hinum tveim-
ur söfnum greina og ræðna eftir við-
töku nóbelsverðlauna: Gjörníngabók
og Upphaf mannúðarstefnu. í næsta
safni á undan, Dagur í senn (1955),
gat hann aftur á móti enn komizt svo
að orði um auðvaldið í ávarpi frá
árinu 1950: „Návist þessarar úrætt-
uðu yfirdrotnunarstefnu liðins þró-
unarstigs er nú orðin svipuð vitfirr-
íngs, sem ekki hefur leingur neitt
siðalögmál, ekki einu sinni þær leifar
siðferðis sem kallaðar eru hræsni,
heldur vill leysa öll vandamál, stór og
smá, með einni og sömu patentað-
ferð: opinberu og augljósu morði,
margfölduðu með miljón; — jafnvel
tiltölulega lítilfj örlegar innanlands-
deilur frumstæðrar þjóðar í ókunnu
smálandi bakvið heiminn, einsog
Kóreu, heimta kapítalistar að fá að
jafna með því að leggja landið í
auðn og brenna fólkið“ (bls. 176—
177). Það vekur sérstaka athygli að
Halldór hefur ekki tekið afstöðu gegn
hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna
í Víetnam, andstætt mörgum öðrum
rithöfundum og menntamönnum á
vesturlöndum, bæði utan Bandaríkj-
anna og innan.
Þess í stað hefur hann beint spjóta-
lögum sínum í austurátt í vaxandi
mæli. Hinn 1. júlí 1957 sendir hann
símskeyti til forsætisráðherra Ung-
verjalands Jósefs Kadars, þar sem
hann mótmælir dauðadómi tveggja
ungverskra „friends and colleagues";
hinn 30. nóvember 1958 sendir hann
annað skeyti til Nikita Khrushchovs í
tilefni „malicious onslaughts of sec-
tarian intolerance upon an old
meritorious Russian poet Boris
Pasternak." Stjórn Kadars er vöruð
við „superstitious belief in camps,
penitentiaries and hangings as a reply
to writers and thinkers. This practise
is not only detrimental to socialism
but runs counter to all ethical codes
and is offensiv to civilization“
(Gjörníngabók, bls. 184). Og Hall-
dór spyr Khrushchov: „Why
lightheartedly arouse wrath of world’s
poets, writers, intellectuals and socia-
lists against the Soviet Union in this
matter? Kindly spare friends of the
Soviet Union an incomprehensible
and most unworthy spectacle“
(Gjömingabók, bls. 237).
En þýðingarmeiri en þessi ein-
stöku andmæli — sem í sjálfu sér
gátu samræmzt samúð með stjórnar-
stefnu viðtakenda í stórum dráttum,
eða að minnsta kosti með sósíalist-
ísku stjórnarkerfi sem slíku — eru
vitanlega hinar ýtarlegri yfirlýsingar
Halldórs í grundvallaratriðum. Þau
ummæli er vakið hafa mesta athygli
og umræður meðal landa hans er að
finna í endurminningabókinni
Skáldatíma. í stórum hluta bókar-
innar lítur höfundur um öxl til
tveggja kynningarferða um Sovét-
ríkin upp úr 1930 og skömmu fyrir
1940. Hann hafði á sínum tíma gert
44