Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 54
Tímarit Máls og menningar þess háttar er að finna í hinum tveim- ur söfnum greina og ræðna eftir við- töku nóbelsverðlauna: Gjörníngabók og Upphaf mannúðarstefnu. í næsta safni á undan, Dagur í senn (1955), gat hann aftur á móti enn komizt svo að orði um auðvaldið í ávarpi frá árinu 1950: „Návist þessarar úrætt- uðu yfirdrotnunarstefnu liðins þró- unarstigs er nú orðin svipuð vitfirr- íngs, sem ekki hefur leingur neitt siðalögmál, ekki einu sinni þær leifar siðferðis sem kallaðar eru hræsni, heldur vill leysa öll vandamál, stór og smá, með einni og sömu patentað- ferð: opinberu og augljósu morði, margfölduðu með miljón; — jafnvel tiltölulega lítilfj örlegar innanlands- deilur frumstæðrar þjóðar í ókunnu smálandi bakvið heiminn, einsog Kóreu, heimta kapítalistar að fá að jafna með því að leggja landið í auðn og brenna fólkið“ (bls. 176— 177). Það vekur sérstaka athygli að Halldór hefur ekki tekið afstöðu gegn hernaðaraðgerðum Bandaríkjamanna í Víetnam, andstætt mörgum öðrum rithöfundum og menntamönnum á vesturlöndum, bæði utan Bandaríkj- anna og innan. Þess í stað hefur hann beint spjóta- lögum sínum í austurátt í vaxandi mæli. Hinn 1. júlí 1957 sendir hann símskeyti til forsætisráðherra Ung- verjalands Jósefs Kadars, þar sem hann mótmælir dauðadómi tveggja ungverskra „friends and colleagues"; hinn 30. nóvember 1958 sendir hann annað skeyti til Nikita Khrushchovs í tilefni „malicious onslaughts of sec- tarian intolerance upon an old meritorious Russian poet Boris Pasternak." Stjórn Kadars er vöruð við „superstitious belief in camps, penitentiaries and hangings as a reply to writers and thinkers. This practise is not only detrimental to socialism but runs counter to all ethical codes and is offensiv to civilization“ (Gjörníngabók, bls. 184). Og Hall- dór spyr Khrushchov: „Why lightheartedly arouse wrath of world’s poets, writers, intellectuals and socia- lists against the Soviet Union in this matter? Kindly spare friends of the Soviet Union an incomprehensible and most unworthy spectacle“ (Gjömingabók, bls. 237). En þýðingarmeiri en þessi ein- stöku andmæli — sem í sjálfu sér gátu samræmzt samúð með stjórnar- stefnu viðtakenda í stórum dráttum, eða að minnsta kosti með sósíalist- ísku stjórnarkerfi sem slíku — eru vitanlega hinar ýtarlegri yfirlýsingar Halldórs í grundvallaratriðum. Þau ummæli er vakið hafa mesta athygli og umræður meðal landa hans er að finna í endurminningabókinni Skáldatíma. í stórum hluta bókar- innar lítur höfundur um öxl til tveggja kynningarferða um Sovét- ríkin upp úr 1930 og skömmu fyrir 1940. Hann hafði á sínum tíma gert 44
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.