Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 58
Tímarit Máls og menningar
stefnu, bls. 73). Þessa yfirlýsingu má
skýra betur meS lengri tilvitnun í
sömu grein. „Sannleikur,“ segir Hall-
dór, er rithöfundum „hugtak úr há-
spekinni“:
Jafnvel orðið sannleikur eitt saman íelur
í sér ógeðfelda rétttrúnaSarhugmynd sem
krefst viðurkenníngar i eitt skifti fyrir öll
með tilstilli einhverskonar einokunar. I
þeim tilfellum þar sem sannleikur merkir
ekki goðsögn um staðreyndir, merkir hann
goðsagnir án staðreynda. Hugtök yfirleitt,
en þó einkum tilbúnar skilgreiníngar, eru
góðum skáldsagnahöfundi lítt hugarhaldin.
Ilonum fellur ekki að líta á veröldina
einsog hólinn þar sem Opinberunin birt-
ist, heldur plássið þar sem staðreyndir ger-
ast; og hann gerir sér mat úr staðreynd-
urn eftir því sem þær ber að, einni í senn.
Sögumanni sem gleymir staðreyndum vegna
áhuga síns á Opinberuninni eða boðun
sannleikans, honum hættir við að lenda í
sala með helgisagnariturum (bls. 70).
Það mun eiga sérstakar orsakir að
hér skuli rætt um hól þar sem opin-
berunin birtist. Eftir öllum sólar-
merkjum að dæma mun Halldór hér
eiga við Cumorah Hill í New York-
fylki, þar sem unglingurinn Joseph
Smith að vorlagi 1820 fékk þá opin-
berun sem að sögn leiddi til fundar
mormónabókar og stofnunar mor-
mónasafnaðar. Hann hafði nefnilega
um nokkurra ára skeið haft ástæðu
til að gefa sig náið að hinu sérkenni-
lega samfélagi mormóna í Utah og
lýsti reynslu sinni af þeim kynnum í
nokkrum greinum. Þetta var í sam-
bandi við vinnu hans að skáldsög-
unni Paradísarheimt.
Eins og svo oft áður notar Halldór
í Paradísarheimt raunsanna íslenzka
viðburÖi sem uppistöðu í vef frásög-
unnar. Arið 1878 kom út í Reykja-
vík bók sem nú er orðin sígild á Is-
landi. Hún bar titilinn Lítíl ferðasaga
og var rituð af bónda af Suðurlandi,
Eiríki Ólafssyni á Brúnum. Hann hafði
hitt Kristján níunda Danakonung og
son hans Valdimar prins á feröalagi
þeirra á íslandi sumarið 1874, er
haldið var hátíðlegt þúsundáraafmæli
byggðar landsins. Þá keyptu þeir
feðgar einnig föngulegan smáhest
af Eiríki og sama haust urðu meira
að segja nokkur bréfaskipti milli
hans og prinsins. Þegar Eiríkur lagði
leið sína til Kaupmannahafnar sum-
arið 1876 og burtfarardagur nálgað-
ist, ákvað hann að gera vart við sig
hjá Valdimar prins — þar eð honum
kynni að „mislíka, að ég fyndi hann
ekki, ef hann frétti, að ég hefði verið
í Höfn“ (Eiríkur á Brúnum, útg.
1946, bls. 69). Þessi endurnýjuöu
kynni leiddu til þess að bónda var
boðið til sumarseturs konungsfjöl-
skyldunnar að Bernstorff. Þar afhenti
Eiríkur Valdimar prins meðal annars
að gjöf koffort er sonur hans hafði
smíðað. Á hallargólfinu frammi fyrir
konungsfólkinu sýndi hann hvemig
ljúka skyldi upp koffortinu með flók-
inni trélæsingu: níu tappir á lokinu
48