Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 60
Timarit Máls og menningar
minnsta kosti sem samtímalýsing, er
lýsing hans á trúboðsferð til ætt-
jarðarinnar, sem hann tókst á hend-
ur samkvæmt fyrirmælum frá kirkju-
stjórninni í Utah. Þar er að finna
ýtarlega greinargerð um hótanir og
ásóknir af ýmsu tagi. Eiríki var oft
meinuð innganga og gisting á bænda-
býlum og fyrir kom að hundum var
sigað á hann. Þegar hann á jóladegi
hafði hlýtt messu í kirkju einni, þá
gerði mikill hluti safnaðarins með
prestinn sjálfan í hroddi fylkingar
aðsúg að honum „með hrindingum,
skömmum og hatursfullum orðum“
(bls. 155). Smám saman yfirgaf Ei-
ríkur samfélag mormóna eftir ný
heilabrot í trúarefnum: „Ég fór með
fúsum vilja til þeirra, og með sama
kjarki frá þeim aftur, þegar að ég
sá þeirra villu“ (bls. 230). Hann
andaðist í Reykjavík aldamótaárið
1900.
Þannig eru í stórum dráttum örlög
þess manns sem Halldór Laxness hef-
ur lagt til grundvallar sinni eigin frá-
sögn um bóndann Steinar Steinsson
í Hlíðum. Hann hefur vitaskuld hag-
nýtt sér þau atriði er veruleikinn
hefur sjálfur lagt til málanna —
reyndar á miklu fleiri stöðum en
unnt hefur verið að nefna í undan-
farandi endursögn. í gerð hans fær
sagan að sjálfsögðu nýja og þýðing-
armikla drætti þar sem maður hneig-
ist til að leita persónulegs mynst-
urs, inerkingar, siðalærdóms.
Þegar Steinar Steinsson hefur
komið sér fyrir í Utah, býr hann
sig undir að taka á móti fjölskyldu
sinni frá íslandi. Hann hefur ekki
séð sína nánustu frá því hann einn
morgun snemma yfirgaf konu og tvö
börn til að heilsa upp á konunginn í
Danmörku. Eftir að hafa orðið fyr-
ir vonbrigðum með þann fund sem
hann í kyrrþey virðist hafa bundið
miklar vonir við, tekur hann strikið
beint frá Kaupmannahöfn til Utah í
nýjum framtíðardraumi. Endurfund-
ir hans og fj ölskyldunnar í fyrir-
heitna landinu verða öðruvísi en
ætlað var. Konan hefur dáið um
borð í innflytjendaskipinu og líki
hennar verið sökkt í sæ, og honum
finnst hann vera orðinn ókunnugur
börnum sínum eftir margra ára fjar-
veru — þessum börnum sem höfðu
tignað hann; þeirra vegna var það
sem hann fór út í heiminn. Trúboðs-
ferð hans til ættjarðarinnar veldur
honum sárum vonbrigðum. Steinari
og kenningum hans er einungis tekið
með hálfvelgju og gríni hjá löndum
hans. Menn vilja bjóða honum
brennivín og láta hann segja frá því
hvað hann á margar konur. Enginn
nennir lengur að leggja á sig að for-
mæla mormónum eða gera að þeim
aðsúg. Hér eru engar minnstu líkur
fyrir hinu allralítilmótlegasta píslar-
vætti, auk heldur meir. Að lokum
hefur Steinar á göngu sinni um sveit-
ir komið í kunnuglegan stað:
50