Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 61
Halldór Laxness á krossgötum
Og nú veit ekki mormóninn fyr til en
hann er kominn austrundir Steinahlíðar.
Þegar hann kemur að Hlíðum einn dag
nær miðjum aftni á túnaslætti, rekur hann
í rogastans að finna hér aungan bæ. Þó
fanst honum ekki lengra síðan en i gær
að hann fór á fætur einn morgun snemma,
kvaddi bömin í svefni, en konan stóð tára-
full á bæarhellunni og horfði á eftir vitr-
asta manni heimsins þar sem hann hvarf
fyrir fjallshymuna. Ekkert hefði honum
fundist sjálfsagðara en finna hér alla hluti
einsog hann hafði skilist við þá og mega
gánga að bömunum sofandi og vekja þau
með kossi. Nú undrar hann mest á því að
túnið er orðið beitarhagi fyrir ókunnugt fé.
Og það var sök sér þó bærinn væri horfinn,
hefði ekki dyrahellan þar sem konan stóð
einnig verið sokkin. Hverjir vom tveir þögl-
ir titlíngar er hófust uppúr heimulurunnum
og hvannstóði þar sem áður hafði verið
bærinn, og voru horfnir í bláinn? (bls. 299
—300).
Svo ber að vegfaranda er kemur
auga á Steinar sem hefur tekið til
höndunum að stinga hrundum stein-
um í vallargarð sinn, þann er áður
hafði verið sveitarprýði og stolt eig-
andans:
Hver ert þú, spyr þessi ferðamaður.
Hinn svarar: Ég er sá maður sem heimti
aftur Paradís eftir að hún hafði leingi verið
týnd, og gaf hana bömum sínum.
Hvað er slíkur maður að vilja hér, spurði
vegfarandinn.
Ég hef fundið sannleikann og það land
þar sem hann býr, áréttaði vegghleðslu-
maðurinn. Það er að vísu allmikils vert.
En nú skiftir mestu máli að reisa við aftur
þennan vallargarð.
Síðan heldur Steinar bóndi áfram einsog
ekkert hefði í skorist að leggja stein við
stein í hina fornu veggi uns sólsett var í
Hliðum undir Hlíðunum (Bls. 300—301).
Með þessum orðum rennur sagan
til þurrðar. Þau hljóma að minnsta
kosti ekki eins og neinn sigurlúður.
Miklu fremur felst í þeim blær upp-
gjafar og einmanakenndar. Hver er
sú lífsreynsla er Halldór hefur viljað
tjá í þessari mynd? Hvað er það sem
hefur tekið hug hans fanginn í sög-
unni um íslenzkan almúgamann sem
yfirgaf allt í von um að finna „sann-
leikann og það land þar sem hann
býr“, finna Paradís handa bömum
sínum? í bókinni er að finna klausu
er virðist varpa sérstöku ljósi á innri
merkingu verksins. Steinar hefur
hitt að máli mormónatrúboðann
Þjóðrek „biskup“ heima á íslandi og
spyr hverju hann hafi kostað til að
verða mormón. Svarið hljóðar svo:
Mormón verður sá einn sem hefur kostað
öllu til, sagði hann. Það kemur einginn
með fyrirheitna landið til þín. Þú verður
að ganga sjálfur yfir eyðimörkina. Þú verð-
ur að kveðja fósturland, ætt og eign. Sá
maður er mormón. Og þó þú eigir ekki
heimahjá þér nema blómstrin, sem menn
kalla illgresi á íslandi, þá kveðurðu þau.
Þú leiðir stúlkuna þína únga og rjóða á stað
útí eyðimörkina. Sá maður er mormón. Hún
ber barnið ykkar á handleggnum og hallar
því að sér. Þið gángið og gángið dag og
nótt, vikum og mánuðum saman með hjöl-
urnar ykkar á handkerru. Viltu verða mor-
món? Einn dag sígur hún í hné af húngri
og þorsta og er dáin. Þú tekur úr fángi
hennar hana litlu dóttur ykkar sem lærði
51