Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 62
Tímarit Aláls og menningar ekki að brosa; og hún horfir á þig spyrj- andi í þessari eyðimörk. Mormón. En barni hlýnar ekki að halla sér að rifjahylkinu í kallmanni ... Nú geingurðu leingi einn yf- ir eyðimörkina með telpuna þína á hand- leggnum. Þángaðtil eina nótt þú finnur að hreyfíngin er liðin úr þessum litlu beinum í froslinu. Sá maður er mormón. Þú grefur hana með höndunum í sandinn og setur lienni krossmark úr tveim stráum, sem fjúka burt um leið; hann er mormón — (bls. 55—56). Hér er mælt af miklum hita og byggt á hinni furðulegu göngu ntor- móna yfir meginland Ameríku laust fyrir miðja síðustu öld, á flótta und- an ofsóknum til að leita hælis fyrir trú sína. Orðin hljóma hins vegar næsta illa í munni þess er hér mælir þau; Þjóðrekur er að öðru leyti hörkutól með skrúðlaust rnálfar. Það virðist óneitanlega vera skáldið sjálft sem hér talar svo að segja á sjálfs sín vegum fyrir munn einnar af skáld- sögupersónum sínum. Sams konar fyrirbæris verður stundum vart í öðr- um verkum Halldórs, einkum þegar tilsvör fá á sig lýrískan blæ. Oft er þá um að ræða, svo sem í tilvitnun- inni hér á undan, atriði er mynda niðurlag eða hápunkt einhvers kafla. Hvað sem því líður: Þjóðrekur-Hall- dór ræðir um að fórna öllu fyrir á- kveðna hugmynd eða hugsjón, hætta öllu. Halldór hefur sjálfur gefið fróð- lega skýringu við Paradísarheimt, ekki hvað sízt með skírskotun til hinna tveggja áðurgreindu tilvitn- ana. Skýringin var upphaflega rituð á ensku, með fyrirsögninni The Origins oj Paradise Reclaimed, í sam- bandi við ameríska útgáfu verksins í Nevv York 1962. Ég fer þó hér eftir hinni íslenzku útgáfu greinarinnar er síðar birtist, þar sem hún á vissum stöðum gefur ef til vill ákveðnari og vafningalausari mynd af hugmyndum höfundar. „Margir meðal okkar,“ segir hann í upphafi, „trúa að einhverju leyti á fyrirheitna landið þar sem sannleiki ríkir og fögnuður býr. Og jafnvel þeim sem ekki trúa beint á landið sjálfir finst dásamlegt til þess að vita að aðrir skuli gera það“: Þetta land er ekki umfram alt af heimi landafræðinnar þó landafræði geti stundum samræmst því. Dásamlegast af öllu er samt að sannleikur þess er ofar staðreynd- um, þó til séu þær staðreyndir sent sam- rýmast lionum. Má vera að luigmyndin um þetta pláss sé ein sú grundvallarhugmynd sem er innborin mannkyninu (Upphaf mannúðarstefnu, bls. 235). Umfram allt er það „sérstök teg- und raunsæisrnanna, sem vant er að kalla hugsjónamenn“ sem sífelldlega leitast við „að koma þessunt draumi saman og heim við landafræðina og reyna að beygja staðreyndirnar undir sannleik hans.“ Fyrirheitna landið kallar ómótstæðilega á hina trúuðu og kemur þeim til að bjóða byrginn hvers konar vosbúð á leiðinni þang- 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.