Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 63
Halldór Laxness á krossgötum að. Kannski kemur í ljós á leiðar- enda að þetta er rétt sæmilegur stað- ur eða að minnsta kosti þolanlegur, jafnvel á mælikvarða staðreyndanna: Væri hinsvegar ekki svo, datt aungvura sönnum trúmanni í lifandi hug að viður- kenna brest á neinu í fyrirheitna landinu; ö]lu sem varð á vegi þeirra tóku þeir sem sönnun fyrir þeim stórasannleik sem er lyk- ill hamíngjunnar. Raunir og slys, basl og volæði kníuðu þeir milli sín með þrætu- bók uns þetta ástand var orðið þeim skilj- anlegt afsakanlegt sjálfsagt og altaðþví ákjósanlegt, og hlógu að óhægindum fyrir- lieitna landsins einsog þau kæmu ekki mál- inu við. Nokkrir börðu höfðinu við stein- inn og þverneituðu tilvern mótstæðilegra hluta í fyrirheitna landinu. Staðreyndir skiftu hér aungvu máli. Þeir sem voru eitt- hvað veikari í trúnni fóru ef til vill að bera sig upp eða jafnvel hreyfa andmælum; þeim var sagt að hypja sig fljótt heim aft- ur á þann stað þaðan sem þeir voru komnir — þó allar brýr væru reyndar brotnar að baki þeim. Nokkrir höfðu sig á brott þegj- andi svo lítið bar á, til þess að trufla ekki annað fólk og spilla hamíngju þess (bls. 236). Þessu næst minnir Halldór á að hann hafi þegar drengur í skóla lesið söguna um Eirík á Brúnum, og hafi hún komið upp í hug hans á nýjan leik er hann í fyrsta sinn stóð and- spænis musterinu og tabernaklinu í Salt Lake City haustið 1927. Hann tók að hera saman örlög íslenzka bóndans við veruleikann. Efnið leit- aði síðan á hann í þrjátíu ár án þess honum tækist að koma því saman í bók. Of mörg sjónarmið og smáatriði leiddu hann í gönur, var stundum ó- viss hvað hann ætlaðist fyrir og hvað sagan í raun og veru fjallaði um. Honum virtist sjálft aðalatriðið — fyrirheitna landið — aldrei komast í brennipunkt. Síðan fylgir kafli um nauðsynlega forsendu þess að geta skrifað sannfærandi einmitt um þetta efni. Þetta er persónuleg yfirlýsing sem kemur lesandanum til að leggja við hlustir: Satt hest að segja held ég aff til þess liægt sé að setja sæmilega bók saman um fyrirheitna landið, þá verði sá sem það ger- ir að liafa leitað þessa lands sjálfur, og helst fimdið það. Hann verður að minstakosti að þekkja úr lífi sjálfs sín alla málavöxtu sem varða slíka stefnu hugarins; hanií verður að hafa lagt einhverntíma í pila- grímsferðina sjálfur; ferðast yfir höfin sjálfur á farrými sem hæfir tignarstiga kvikfénaðar, geingið á sjálfs fótum yfir eyðimörkina miklu, að minsta kosti í and- legum skilningi, og slíkt hið sama barist í þeim stöðugum orustum, ýmist innra með sér eða útávið, sem nauðsyn er að heya ár og síð um Landið til að eignast það. Að upphafi ferðar sinnar vitnar pílagrímurinn í eldmóði æskunnar um drottin og lofar hann fúslega. En leiðina verður hann að finna sjálfur. Menn þreifa sig áfram í frum- skógum hugmyndanna sem bækur verða aldrei nógu þykkar til að útskýra. Stundum rekst maður inní aungstræti og verður að snúa við, ef maður er þá ekki sokkinn í kviksindi þar sem björgun er ógerleg nema fyrir kraftaverk eða tilviljun. En þar kemur að vegfarandinn er staddur í ofurlitlu túni þar sem enn standa rústir af gömlum bæ; og hann fer hálfpartinn að kannast við sig 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.