Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 67
Halldór Laxness á krossgötum
Afneitun hinnar pólitísku fortíðar
höfundar eins og hún birtist í Skálda-
tíma er með allt öðrum hætti opin-
ská og ástríðuheit. Það getur bent
til þess að honum hafi fundizt
stjórnmálafjötrarnir harðari og
vægðarlausari. Að minnsta kosti
hefðu þeir átt að hafa áþreifanlegri
afleiðingar fyrir samskipti hans við
landa hans af ýmsum stéttum og með-
bræður hans yfirleitt. í veraldlegu
þjóðfélagi eru stjórnmálaskoðanir og
yfirlýsingar — einkum og sér í lagi
róttækar — venjulega afdrifaríkari
en trúarsannfæring.
Klausa um Drúsa í grein frá ísrael,
upphaflega ritaðri á dönsku sem kjalb
aragrein í Politiken (5/4 1964),
varpar Ijósi á afstöðu skáldsins til
skoðana — og trúarkerfa. Halldór
minnir á hversu erfitt sé að komast
eftir trúarskoðunum Drúsa: þeir séu
hvorki múhameðstrúar, kristnir eða
gyðingar:
Á hvað trúa þeir þá? Þar fær maður nú
loðin svör, ekki síst af drúsum sjálfum og
ber það til að eingin skylda er þeim runnin
í merg og bein áiíka og sú að láta aldrei
neitt uppi við ókunnuga um trú sína. Þama
kom það, hugsaði ég. Segja aldrei trú sína,
— skyldi þetta ekki blátt áfram vera frum-
skylda manns gagnvart sjálfum sér og öðr-
um? Hvern varðar um það hverju ég trúi
eða trúi ekki, eða bvort ég yfirleitt trúi á
það að trúa. Sá sem spyr mig getur étið
það sem úti frýs. Mundi ekki slík afstaða
tryggja menn fyrir því að þeir séu kallaðir
öllum illum nöfnum ellegar lamdir og jafn-
vel drepnir fyrir það sem þeir balda rétt,
einsog laungum hefur þótt góð latína í
heiminum (Upphaf mannúðarstefnu, hls.
38).
Að vísu er hér ekki fyrst og fremst
rætt um trú heldur að láta hana uppi.
Engu að síður má þó segja að klaus-
an birti einnig ákveðna tortryggni
gagnvart trúnni sem slíkri: trúin er
svo að segj a ekki verð þeirrar áhættu
er játandinn tekur. Annars hefur
Halldór frá fornu fari samúð með fá-
skiptni þegar um er að ræða tjáningu
tilfinninga eða innstu hugrenninga.
Hann virðist stundum hafa litið á
þessa aristókratísku dul sem sérstakan
íslenzkan eiginleika, og fer sú skoðun
engan veginn í bága við frásagnir
fornsagnanna.
6
Með hið persónulega uppgjör í
Skáldatíma ,í huga geta ákveðin mótíf
úr fyrri verkum skáldsins birzt í skýr-
ara Ijósi. í viðtali í Arheiderbladet í
Noregi 14/8 1965 sagði Halldór um
Gerplu — sem svar við tilvísun til
þess að hún væri af mörgum álitin
„hans morsomste bok“:
Det er den mest tragiske bok jeg har skrev-
et. Jeg har skrevet den under store lidelser.
Parallellene skulle være klare nok. Vi vil
aldrig glemme de skalder og helter som
rente i forefarene til Stalin og Hitler.
Hirðskáldin í Gerplu virðast nánast
vera hreinir veruleikafalsarar. Kvæði
þeirra gefa ýkta glæsimynd af jöfrin-
57