Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 68
Tímarit Máls og menningar
um og hetjudáðum hans. ÞormóSur
skáld hefur fórnaS öllu til aS geta
staSiS augliti til auglitis viS hetju-
og konungshugsjón sína, Ólaf Har-
aldsson, og flutt honum lofkvæSi sitt.
En þegar hann aS lokum nóttina fyrir
StiklastaSabardaga verSur vitni aS
angistarfullu ákalli Ólafs til máttar-
valda, þá verSur blekkingarsýnin um
átrúnaSargoSiS aS engu. Þegar kon-
ungur nú biSur ÞormóS flytja gerplu
þá er hann hafi um rætt, þá svarar
skáldiS einungis: „Nú kem eg eigi
leingur fyrir mig því kvæSi“ — og
haltrar á brott.
Þetta atriSi, svo og sérhver vottur
vonbrigSa ÞormóSs meS Ólaf, á sér
enga stoS í rituSum heimildum
Gerplu. Þvert á móti sýnir skáldiS til
hinztu stundar ákafa löngun aS deila
örlögum jöfurs, deyja meS honum —
ekki vegna vonbrigSa heldur af trú-
festu og hollustu. Hinn nýi harmsögu-
legi endir er afleiSing af skilningi
Halldórs á hinu drottinholla skáldi.
Fyrir tíu árum birti ég á prenti þaS
hugboS í sambandi viS ÞormóS í
Gerplu, aS „Laxness hafi meS nokkr-
um hætti fundizt hann sjálfur eiga
hlutdeild í örlögum skáldsins“
(Skaldens hus 1956, bls. 508).
ÞaS sem hann hefur síSar sagt — þar
á meSal ekki hvaS sízt tilvitnunin hér
á undan til ummæla hans um Gerplu
— styrkir slíkan skilning. Sú vitn-
eskja aS bókin hafi orSiS til „under
store lidelser“ bendir til aS höfundur
hafi veriS djúpt snortinn af vanda-
málum söguhetjunnar, skáldsins.
MeSal rita Halldórs af tagi skáld-
skapar hin allra síSustu ár er stutt
saga í Sjöstafakverinu sem mjög
greinilega endurspeglar hugrenning-
ar hans um trú og veruleika: Jón í
Brauðhúsum. Til skýringar á sögu
þessari mætti gjarna tilfæra nokkrar
línur úr áSurnefndri kjallaragrein í
Politiken. ísrael, stendur þar, er
„landiS þar sem sögulegar staSreynd-
ir eru óaSskiljanlegar helgisögu":
Betra aS víkja ekki frá staðreyndum ef
menn vilja halda viti í landi þar sem tví-
þúsundær helgisögn mælir úr klettum!
En þaS er hægra ort en gert.
Til dæmis um þaS hve hált er á heima-
hellunni í ísrael aS því er tekur til staS-
reynda, mætti nefna fjallræSuna. Vísinda-
leg rannsókn hefur leitt í ljós aS fjallræS-
an í upprunalegri mynd sinni hjá Markúsi
er soSin saman á grísku sem samkomulags-
grundvöllur á þíngum milli „kristinna" trú-
félaga sem voru orSin saupsátt útaf kenn-
íngunni nokkrum áratugum eftir aS Jesús
var úr sögunni og einginn mundi lengur
hvaS hann hafSi veriS aS segja, eSa hvaS
var mergurinn málsins í þessu öllu saman
ÍUpphaf mannúSarstefnu, bls. 39—40).
Jón í Brauðhúsum hefst á orðun-
um: „Jón í Brauðhúsum var búinn að
vera dauður í meira en tíu ár þegar
tveir vinir hans fornir rákust hvor
uppí fasið á öðrum af tilviljun“ (Sjö-
stafakverið, bls. 161). Hliðstæðan við
Jesú og lærisveina hans verður æ auð-
særri, þótt aldrei sé vikið að henni
58