Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 69
beinum orðum. Reyndar ætti titill
sögunnar strax að gefa greinilega
bendingu, aS minnsta kosti fyrir
roskna íslendinga. Samkvæmt |)ví
sem böfundur befur látiS uppskátt
munnlega, eiga orðin Jón og BrauS-
hús að vera íslenzkar hliðstæður Jesú
og Betlehem á hebresku, komið á
framfæri af kennara í sígildum mál-
um á 19du öld er fylgdi hreintungu-
stefnunni. Nafnið Betlehem þýðir
líka réttilega „brauðhús”.
Mennimir tveir í sögunni, Andris
og Filpus hittast í rökkurbyrjun í
stílfærðu austurlenzku umhverfi: lít-
ið torg í útjaðri bæjar; nýkveiktur
máni yfir háum múrvegg; tvær konur
með svartar skuplur koma með stund-
armillibili til að sækja vatn í vatns-
þróna. annars enginn á ferli. Þessir
fornvinir eru fyrst dálítið feimnir
hvor við annan, rifja hikandi upp
foma atburði. Þeir eiga sér sameig-
inlega, yfirþyrmandi reynslu, sem
beim finnst þeir með með einhverjum
hætti hafa svikið: „Við erum aftur-
gaungur af okkur sjálfum“ (bls. 164),
segir Filpus. Reynsla hefur sett á þá
óafmáanlegt mark sitt, gerbreytt lífi
þeirra. Andris hefur ekki fundizt taka
því að kvænast: „Ekkert vanalegt líf
getur hvort sem er komið til greina —
eftir það sem skeði.“ Og Filpus bæt-
ir við: „Áður var alt aukaatriði
nema eitt. Nú er einbvernveginn alt
einskisvert. nema ef hægt væri að
glevma — því sem ekki kom. Þess-
Halldðr Laxness á krossgötum
vegna hef ég ekki heldur eignast konu
hörn og hús“ (bls. 162).
En þegar þeir fara að skiptast á
minningum um þann einkennilega
mann er hafði svo gagnger áhrif á til-
veru þeirra, þá kemur í ljós að minn-
ingamyndir þeirra standast illa á.
Þeim kemur ekki einu sinni saman
um hvernig hann var útlits. Filpus
telur augu hans hafa verið blá, And-
ris brún. í minni Andris var hár
hans svart, en Filpus andmælir:
„Svart? Hver hefur komið þeirri
flugu í munn þér að hann hafi verið
svarthærður? Hann sem hafði þetta
mikla rauða hár!“ (bls. 166). Og
ekki verður einingin meiri er þeir
reyna að muna í hverju fólst kenn-
ingin sem kveikti í hjörtum þeirra.
Andris hefur lagt á minnið andúð-
ina á víndrykkju og hvatningu til
ótrúrrar eiginkonu að syndga ekki
framar. Samkvæmt Filpus voru þetta
hreinir smámunir í augum meistar-
ans: „Hann vissi að það mátti einu
gilda hvort menn voru fullir eða ó-
fullir“ (bls. 168). „Um ekkert held
ég honum hafi staðið jafnmikið á
sama og það, með hvaða fyrirkomu-
lagi fólk yki kyn sitt“ (bls. 169). Og
Filpus dregur saman kenningar
meistarans: „Alt er aukaatriði og
ekki að marka neitt — fyren Ríkið
kemur, sagði hann. Fyrst Ríkið, síð-
an alt hitt“ (bls. 169).
Eftir hina stuttu endurfundi læð-
ast mennirnir á brott, hvor í sína átt-
59