Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 69

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 69
beinum orðum. Reyndar ætti titill sögunnar strax að gefa greinilega bendingu, aS minnsta kosti fyrir roskna íslendinga. Samkvæmt |)ví sem böfundur befur látiS uppskátt munnlega, eiga orðin Jón og BrauS- hús að vera íslenzkar hliðstæður Jesú og Betlehem á hebresku, komið á framfæri af kennara í sígildum mál- um á 19du öld er fylgdi hreintungu- stefnunni. Nafnið Betlehem þýðir líka réttilega „brauðhús”. Mennimir tveir í sögunni, Andris og Filpus hittast í rökkurbyrjun í stílfærðu austurlenzku umhverfi: lít- ið torg í útjaðri bæjar; nýkveiktur máni yfir háum múrvegg; tvær konur með svartar skuplur koma með stund- armillibili til að sækja vatn í vatns- þróna. annars enginn á ferli. Þessir fornvinir eru fyrst dálítið feimnir hvor við annan, rifja hikandi upp foma atburði. Þeir eiga sér sameig- inlega, yfirþyrmandi reynslu, sem beim finnst þeir með með einhverjum hætti hafa svikið: „Við erum aftur- gaungur af okkur sjálfum“ (bls. 164), segir Filpus. Reynsla hefur sett á þá óafmáanlegt mark sitt, gerbreytt lífi þeirra. Andris hefur ekki fundizt taka því að kvænast: „Ekkert vanalegt líf getur hvort sem er komið til greina — eftir það sem skeði.“ Og Filpus bæt- ir við: „Áður var alt aukaatriði nema eitt. Nú er einbvernveginn alt einskisvert. nema ef hægt væri að glevma — því sem ekki kom. Þess- Halldðr Laxness á krossgötum vegna hef ég ekki heldur eignast konu hörn og hús“ (bls. 162). En þegar þeir fara að skiptast á minningum um þann einkennilega mann er hafði svo gagnger áhrif á til- veru þeirra, þá kemur í ljós að minn- ingamyndir þeirra standast illa á. Þeim kemur ekki einu sinni saman um hvernig hann var útlits. Filpus telur augu hans hafa verið blá, And- ris brún. í minni Andris var hár hans svart, en Filpus andmælir: „Svart? Hver hefur komið þeirri flugu í munn þér að hann hafi verið svarthærður? Hann sem hafði þetta mikla rauða hár!“ (bls. 166). Og ekki verður einingin meiri er þeir reyna að muna í hverju fólst kenn- ingin sem kveikti í hjörtum þeirra. Andris hefur lagt á minnið andúð- ina á víndrykkju og hvatningu til ótrúrrar eiginkonu að syndga ekki framar. Samkvæmt Filpus voru þetta hreinir smámunir í augum meistar- ans: „Hann vissi að það mátti einu gilda hvort menn voru fullir eða ó- fullir“ (bls. 168). „Um ekkert held ég honum hafi staðið jafnmikið á sama og það, með hvaða fyrirkomu- lagi fólk yki kyn sitt“ (bls. 169). Og Filpus dregur saman kenningar meistarans: „Alt er aukaatriði og ekki að marka neitt — fyren Ríkið kemur, sagði hann. Fyrst Ríkið, síð- an alt hitt“ (bls. 169). Eftir hina stuttu endurfundi læð- ast mennirnir á brott, hvor í sína átt- 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.