Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Side 70
Tímarit Máls og menningar
ina, svo sem skömmustulegir, íþyngd-
ir af leyndarmáli sínu.
Þessi lágmælta frásögn er eftir öll-
um sólarmerkjum að dæma ekki að-
eins rituð vegna sögunnar sjálfrar,
eins og ofurlítill útsaumur um tíma-
bundinn atburð. í tilsvörum og skoS-
unum virðist opnast víðari útsýn og
bjóða heim almennari túlkun. Hinar
að því er virðist ósamþýðanlegu
skoðanir á persónuleikameistaransog
kenningu eru vitaskuld nánast mynd
af hinni skjótu flokkaskiptingu krist-
inna manna — eða kannski réttara
sagt mynd af forsendu slíkrar klofn-
ingar. En í ljósi þess að skáldið hef-
ur oft á síðari árum spyrt saman trú-
ar- og stjórnmálakerfi, er ef til vill
vogandi að gefa frásögninni víðara
umfang. Einnig slíkur lærimeistari
sem Marx hefur orðið fyrir barðinu
á næsta ólíkum útleggingum á tíma-
bili er Halldór sjálfur tók drjúgan
þátt í stjórnmálum með marxistískri
viSmiðun. ÞaS er rétt að gefa gaum
að nýlega tilvitnuðum orðum Filpus-
ar um hið komandi Ríki. Þau minna
ótvírætt á drauminn um fyrirheitna
landið sem er aðaltemaS í Paradísar-
heimt, og eins í athugasemdum höf-
undar um þá bók. Fyrst og síðast
virðist samræða mannanna tveggja
vitna um ráðvillu og uppgjöf þeirra
sem hafa glatað ef ekki sjálfri trúnni,
þá að minnsta kosti hinni sigrihrós-
andi trúarvissu, andanum brennandi.
Þeir ræða þunglyndislega um hina
60
miklu reynslu sína eins og eitthvað
sem tilheyrir hinu liðna, yfirþyrm-
andi minningu.
í orðaskiptunum milli netamanns-
ins Andrisar og tollheimtumannsins
Filpusar hefur Halldór gefið í skyn
ákveðinn mismun í afstöðu þessara
tveggja manna til siðamats. Andris
hefur áhuga á beinum siðferðilegum
forskriftum; það er hann sem held-
ur fram andúð meistarans á vín-
drykkju og hjúskaparbrotum. Filpus
aftur á móti vill eigna meistaranum
takmarkalaust umburðarlyndi í slík-
um efnum, kannski hreint og beint
algert afskiptaleysi. Hér má eygja
mismuninn á rétttrúuSum eða dog-
matískum skilningi og efasömum eða
afstæðum.
Þó einkennilegt sé virðist höfundur
hafa laumað inn í minningar vinanna
tveggja um meistarann — hæði um
ytra útlit hans og lífsskoðanir —
ofurlítilli skírskotun til ádeilu er að
honum hafði beinzt skömmu áður en
sagan varð til. Hér er um að ræða
grein eftir Þórberg ÞórSarson í öðru
hefti Tímarits Máls og menningar
1964 — þar sem Halldór hefur skrif-
að mikið allt frá upphafi ritsins 1940.
Hin langa grein Þórbergs heitir Ranp-
snúin mannúS og lýkur með nokkrum
beiskum vangaveltum út af þeirri af-
neitun fyrri skoðana er skáldiS birti
í Skáldatíma:
Hvernig fær hann sig til aS gera sig svo
lítinn karl aS kasta sér flötnm fyrir gamla