Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Qupperneq 70
Tímarit Máls og menningar ina, svo sem skömmustulegir, íþyngd- ir af leyndarmáli sínu. Þessi lágmælta frásögn er eftir öll- um sólarmerkjum að dæma ekki að- eins rituð vegna sögunnar sjálfrar, eins og ofurlítill útsaumur um tíma- bundinn atburð. í tilsvörum og skoS- unum virðist opnast víðari útsýn og bjóða heim almennari túlkun. Hinar að því er virðist ósamþýðanlegu skoðanir á persónuleikameistaransog kenningu eru vitaskuld nánast mynd af hinni skjótu flokkaskiptingu krist- inna manna — eða kannski réttara sagt mynd af forsendu slíkrar klofn- ingar. En í ljósi þess að skáldið hef- ur oft á síðari árum spyrt saman trú- ar- og stjórnmálakerfi, er ef til vill vogandi að gefa frásögninni víðara umfang. Einnig slíkur lærimeistari sem Marx hefur orðið fyrir barðinu á næsta ólíkum útleggingum á tíma- bili er Halldór sjálfur tók drjúgan þátt í stjórnmálum með marxistískri viSmiðun. ÞaS er rétt að gefa gaum að nýlega tilvitnuðum orðum Filpus- ar um hið komandi Ríki. Þau minna ótvírætt á drauminn um fyrirheitna landið sem er aðaltemaS í Paradísar- heimt, og eins í athugasemdum höf- undar um þá bók. Fyrst og síðast virðist samræða mannanna tveggja vitna um ráðvillu og uppgjöf þeirra sem hafa glatað ef ekki sjálfri trúnni, þá að minnsta kosti hinni sigrihrós- andi trúarvissu, andanum brennandi. Þeir ræða þunglyndislega um hina 60 miklu reynslu sína eins og eitthvað sem tilheyrir hinu liðna, yfirþyrm- andi minningu. í orðaskiptunum milli netamanns- ins Andrisar og tollheimtumannsins Filpusar hefur Halldór gefið í skyn ákveðinn mismun í afstöðu þessara tveggja manna til siðamats. Andris hefur áhuga á beinum siðferðilegum forskriftum; það er hann sem held- ur fram andúð meistarans á vín- drykkju og hjúskaparbrotum. Filpus aftur á móti vill eigna meistaranum takmarkalaust umburðarlyndi í slík- um efnum, kannski hreint og beint algert afskiptaleysi. Hér má eygja mismuninn á rétttrúuSum eða dog- matískum skilningi og efasömum eða afstæðum. Þó einkennilegt sé virðist höfundur hafa laumað inn í minningar vinanna tveggja um meistarann — hæði um ytra útlit hans og lífsskoðanir — ofurlítilli skírskotun til ádeilu er að honum hafði beinzt skömmu áður en sagan varð til. Hér er um að ræða grein eftir Þórberg ÞórSarson í öðru hefti Tímarits Máls og menningar 1964 — þar sem Halldór hefur skrif- að mikið allt frá upphafi ritsins 1940. Hin langa grein Þórbergs heitir Ranp- snúin mannúS og lýkur með nokkrum beiskum vangaveltum út af þeirri af- neitun fyrri skoðana er skáldiS birti í Skáldatíma: Hvernig fær hann sig til aS gera sig svo lítinn karl aS kasta sér flötnm fyrir gamla
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.