Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 71
stjórnmálaandstæðinga sína og hatursmenn,
með þá aumu játningu, að hann hafi á
blómaskeiði ævinnar verið heimskt trúfífl,
sem legið liafi bjargarlaust undir rússnesk-
um iygaáróðri? Og hví að vera að skemmta
þessum spaugurum með svona vesaldómi
og lála þá glotta að öllu saman og fyrirlíta
sig undir niðri? Hví ekki heldur að gráta
syndahyrðir sínar í leyndum?
Hefur þama orðið bilun í sálargangverk-
inu?
Og hver er tilgangurinn? Hver er ávinn-
ingurinn, sem höfundurinn hyggst að ná
með þessari niðurlægingu á sjálfum sér?
Eru þetta endurupprisnar katólskar skrift-
ir, nú fram hornar til þess að kría sér út
hjá Guðdúminum eða einhverjum heilög-
um löllum linun á ímyndaðri refsingu íyr-
ir fylgi við „glæpamanninn" Jósep Stalín?
Eða er þessi auðvirðing gerð í þeim til-
gangi að baktryggja sig hjá valdhöfunum
og sýna fínt klæddu fólki forklárað andlit
(leggjandi á sig spott þess í innra hylk-
inu)?
Eða er þelta vakið upp frá dauðum í því
skyni að fá hækkað mat á hinum síðari
ritverkum sínum? Lifði ekki Steinn Stein-
arr fyrst sína upprisu eftir að hann sökk
niður í Rússlandsníðið? Og öllum er kunn
upphafning Kristmanns hjá yfirvöldunum,
þessa barnslega trúaða kommúnistahatara.
Eða á þetta sér kannski rót í snert af hé-
gómaskap: löngun til að hóa í lætin með
stóru mönnunum, sem lagzt liafa á ná
„bóndans í Kreml“ fyrrverandi, ánægju af
að láta á sér bera og vera á fersku hvers
manns orði (hls. 178)?
I>að er óhugsandi að Ilalldór
hafi getað verið með öllu ósnortinn
af þessari óþvegnu kveðju frá eldri
starfsbróður og læriföður. Og það
þeini mun heldur þar sem Þórbergur
kveðst ekki aðeins tala í eigin nafni:
Halldór Laxness á krossgötum
„I þessar áttir spyrja fornir vinir
Halldórs og stjórnmálasamherjar“ —
og er það sennilega ekki úr lausu
lofti gripið. Þetta uppgjör mun liafa
verið Halldóri í fersku minni þegar
hann á nokkrum dögum i október
1964 á Park Avenue hóteli í Gauta-
borg skrifaði tvær síðustu sögurnar í
Sjöstajakverinu — og var önnur
þeirra Jón í Brauðliúsum.
Á hinn hóginn dveiur Þórbergur í
grein sinni að heita má eingöngu við
einn kafla í Skáldatíma, minninguna
um sameiginlegan vin þeirra Hall-
dórs, Erlend í Unuhúsi. Þórbergur
beldur því fram að mynd Halldórs af
Erlendi sé mjög villandi, og hann tek-
ur þær villur sem endurminningahöf-
undurinn á að hafa gert sig sekan
um til kerfisbundinnar meðferðar.
Ekki einu sinni útliti vinarins er rétt
lýst. Hann hafði rautt hár „silkislikj-
að“ segir Þórbergur í tilvitnun og
bætir við: „Silkislikju á hári Erlends
sá ég aldrei og ekki heldur maður,
sem var honum mjög nákunnugur og
ég spurði um þetta.“ Engu fremur
gengst hann við upplýsingunum rnn
„skæran bláma“ augnanna: „Þennan
skæra hláma kannast ég ekki við og
ekki heldur glöggur maður, sem um-
gekkst Erlend næstum daglega í meira
en hálfan þriðja áratug“ (bls. 160).
Hann var hins vegar „dökkgráeygur“.
Augljóslega eru það þessar lítið
eitt smásniuglegu leiðréttingar sem
Halldór hefur hagnýtt sér með kostu-
61