Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 71
stjórnmálaandstæðinga sína og hatursmenn, með þá aumu játningu, að hann hafi á blómaskeiði ævinnar verið heimskt trúfífl, sem legið liafi bjargarlaust undir rússnesk- um iygaáróðri? Og hví að vera að skemmta þessum spaugurum með svona vesaldómi og lála þá glotta að öllu saman og fyrirlíta sig undir niðri? Hví ekki heldur að gráta syndahyrðir sínar í leyndum? Hefur þama orðið bilun í sálargangverk- inu? Og hver er tilgangurinn? Hver er ávinn- ingurinn, sem höfundurinn hyggst að ná með þessari niðurlægingu á sjálfum sér? Eru þetta endurupprisnar katólskar skrift- ir, nú fram hornar til þess að kría sér út hjá Guðdúminum eða einhverjum heilög- um löllum linun á ímyndaðri refsingu íyr- ir fylgi við „glæpamanninn" Jósep Stalín? Eða er þessi auðvirðing gerð í þeim til- gangi að baktryggja sig hjá valdhöfunum og sýna fínt klæddu fólki forklárað andlit (leggjandi á sig spott þess í innra hylk- inu)? Eða er þelta vakið upp frá dauðum í því skyni að fá hækkað mat á hinum síðari ritverkum sínum? Lifði ekki Steinn Stein- arr fyrst sína upprisu eftir að hann sökk niður í Rússlandsníðið? Og öllum er kunn upphafning Kristmanns hjá yfirvöldunum, þessa barnslega trúaða kommúnistahatara. Eða á þetta sér kannski rót í snert af hé- gómaskap: löngun til að hóa í lætin með stóru mönnunum, sem lagzt liafa á ná „bóndans í Kreml“ fyrrverandi, ánægju af að láta á sér bera og vera á fersku hvers manns orði (hls. 178)? I>að er óhugsandi að Ilalldór hafi getað verið með öllu ósnortinn af þessari óþvegnu kveðju frá eldri starfsbróður og læriföður. Og það þeini mun heldur þar sem Þórbergur kveðst ekki aðeins tala í eigin nafni: Halldór Laxness á krossgötum „I þessar áttir spyrja fornir vinir Halldórs og stjórnmálasamherjar“ — og er það sennilega ekki úr lausu lofti gripið. Þetta uppgjör mun liafa verið Halldóri í fersku minni þegar hann á nokkrum dögum i október 1964 á Park Avenue hóteli í Gauta- borg skrifaði tvær síðustu sögurnar í Sjöstajakverinu — og var önnur þeirra Jón í Brauðliúsum. Á hinn hóginn dveiur Þórbergur í grein sinni að heita má eingöngu við einn kafla í Skáldatíma, minninguna um sameiginlegan vin þeirra Hall- dórs, Erlend í Unuhúsi. Þórbergur beldur því fram að mynd Halldórs af Erlendi sé mjög villandi, og hann tek- ur þær villur sem endurminningahöf- undurinn á að hafa gert sig sekan um til kerfisbundinnar meðferðar. Ekki einu sinni útliti vinarins er rétt lýst. Hann hafði rautt hár „silkislikj- að“ segir Þórbergur í tilvitnun og bætir við: „Silkislikju á hári Erlends sá ég aldrei og ekki heldur maður, sem var honum mjög nákunnugur og ég spurði um þetta.“ Engu fremur gengst hann við upplýsingunum rnn „skæran bláma“ augnanna: „Þennan skæra hláma kannast ég ekki við og ekki heldur glöggur maður, sem um- gekkst Erlend næstum daglega í meira en hálfan þriðja áratug“ (bls. 160). Hann var hins vegar „dökkgráeygur“. Augljóslega eru það þessar lítið eitt smásniuglegu leiðréttingar sem Halldór hefur hagnýtt sér með kostu- 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.