Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 75
eftirtektarverð, ekki hvað sízt sem
vitnisburður þess hve fær Halldór
ennþá er að lýsa með innlifun og
samúð lífsreynslu sem liggur eins
fjarri kaldranalegu afskiptaleysi og
efahyggju og framast er kostur,
reynslu sem virðist horfa móti trúar-
mýstík.
Það er ekki út í bláinn að Kórvilla
á Vestfjörðum ein þessara sjö sagna
ber einkunnarorð: „Si me vis esse in
tenebris“. Uppruna er ekki getið, en
setningin er sótt í þekkta klausu í De
imitatione Christi eftir Thomas a
Kempis. Þetta eru upphafsorð klausu
er Halldór þýðir svo í Vefaranum
mikla frá Kasmír: „Ef það er vilji
þinn, að ég sé í myrkri, þá sértu
blessaður, og þóknist þér að leiða sál
mína í mikið ljós, þá sértu aftur bless-
aður. Þóknist þér að hugga mig, þá
sértu blessaður. Og viljirðu, að ég sé
hryggur, þá sértu einnig og ávalt
blessaður“ (bls. 308).
Halldór hefur sjálfur sagt að lest-
ur Thomas a Kempis hafi verið sér
úrslitahvatning til klausturvistarinn-
ar og trúhvarfs til kaþólsku á tvítugs-
aldri (sbr. bók mína Vefarinn mikli,
fyrra hindi, bls. 99 og áfram). í úr-
slitaverki æskuáranna, skáldsögunni
Vefarinn mikli jrá Kasmír (1927)
sem í hálfgegnsæju dulargervi lýsir
meðal annars þessari persónulegu
reynslu, þar hefst 65. kafli einmitt á
nýlega tilvitnuðum orðum Thomasar
a Kempis á latinu og íslenzku (bls.
Halldór Laxness á krossgötum
308). Kaflinn í heild er svo settur
fram sem löng bæn til guðs að fá að
ganga upp í trúnni á Krist. Eftirfar-
andi má kalla einkennandi:
I>ú liefur leitt raig út í myrkrið og fylt
sál raína af forboðun minnar eigin glöt-
unar til að sýna mér, að ekkert er til inn-
an endimarka tilverunnar, er fái huggað
mig, meðan ég afneita eigi sjálfum mér.
Þú hefur leitt sál mína í mikið myrkur, til
þess að ég misti alt traust á eigin mætti og
fyndi þig (bls. 320).
Ég hef birt hér þessar tilvitnanir til
að gefa ofurlítið hugboð um þau
hugmyndatengsl sem einkunnarorðin
„Si me vis esse in tenebris“ geta
vakið hjá höfundinum. Atburðimir
í Kórvillu á Vestfjörðum gerast ann-
ars i alíslenzku umhverfi. Kona
liðlega fimmtug er ein eftir kvöldið
fyrir jónsmessu ásamt þremur börn-
um á bænum þar sem hún þjónaði frá
þvi hún var tíu ára. Er hún hefur les-
ið kvöldbænir með börnunum gengur
hún fáein skref niður með bæjar-
læknum til að líta eftir saltfiski sem
liggur í bleyti. En á þessari stuttu
stundu rekur skýjabakka hratt inn
yfir landið utan af hafi:
Þetta gerist með þúngum köldum súgi,
sem þó ekki er beint vindur. Það var eins-
og nokkrar yfirvættis tröllverur drægi hrá-
skinn ofar jörð og sjó milli fjalla og
breiddu þetta með forógnahraða oná alt.
I einu vetfángi er byrgt fyrir sólu. Hann
setur á með úrsvala þoku svo ekki gerir
betur en sjá handaskil. A samri stundu
þagnar hver fugl á sjó og landi. (Sjöstafa-
kverið, bls. 105—106).
5 TMM
65