Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 79
heimskar griðkonur úr sveit“ tóku
upp á því að fara með „kvæði eftir
nútímaskáld", þá olli það fólkinu
beinlínis líkamlegri vanlíðan: „okk-
ur fór kalt vatn milli skinns og hör-
unds að heyra þau, og afi minn sett-
ist á lúkurnar, stundum útá garði, og
fékk snerkjur í andlitið og ók sér í
herðum og hreif um sig einsog hann
væri kominn með lús“ (bls. 65—66).
Enda þótt þessar hugleiðingar hafi
á sér form eins konar endurminninga,
þá ber vitaskuld ekki að skilja þær
sem tilraun til hlutlægrar menningar-
sögu. Hér er um að ræða stílfæringu
skálds á veruleikanum, þverstætt of-
hermi ákveðins þáttar í hefðbundnu
skaplyndi íslenzku í túlkun hans.
Mat Björns gamla á fjármunum er
einnig látið jaðra við fjarstæðu.
Hann dró fisk og seldi á götunum, en
neitaði gersamlega að fylgja verzlun-
arlögmálinu um framboð og eftir-
spurn. Hann hefur sama fastákveðna
verðið hvort sem keppinautar hans
hækka eða lækka sitt verð. Það er
ekki til siðs í Brekkukoti að reikna
með gjaldi fyrir mat og gistingu,
hversu lengi sem heimsóknin stendur.
Þe gar trúboði nokkur einhverju sinni
reynir að skilja eftir biblíu í kotinu í
þakklætisskyni fyrir viðurgerning, þá
heimtar Björn að láta hann hafa kú
sína í staðinn — af því Guðbrands-
biblía (1584) kostaði einmitt kví-
gildi. Þetta hroslega atvik er einn
vottur þess af mörgum að tíminn
Halldór Laxness á krossgötum
hefur látið staðar numið í hinni forn-
legu en allt annað en barnalegu frið-
sæld í Brekkukoti.
Gamall maður með rætur langt í
fortíðinni er einnig aðalpersóna í síð-
asta skáldriti Halldórs, leikritinu
Dúfnaveislan. Hann starfar að buxna-
pressun — að eigin sögn hafði hann
ekki gáfur til að verða klæðskeri —
og telst framúrskarandi í sinni grein.
Það er sótzt eftir vinnu hans, og enda
þótt hann taki minna gjald en aðrir
þá fyllist kjallaraplássið hans af pen-
ingum sem hann og kona hans í nokk-
urs konar skelfingu og hryllingi fela
á öllum hugsanlegum stöðum. Þau
hafa nefnilega sjálf harla lítil not
fyrir þetta peningaflóð með sínum
lítilfjörlegu kröfum til lífsins. En um-
hverfis þau ríkir nýr tími með allt
aðrar kröfur og mat. Samtök fata-
hreinsara ráðast gegn verðskrábuxna-
pressarans og telja hana andfélags-
lega og stríða gegn samningum. Lög-
fræðiráðunautur fatahreinsara býðst
til að losa gömlu hjónin við óþarfa
peninga þeirra. Þar með mætast tvær
veraldir með andstæðu verðmati,
temað þróast í furðulegri atburðarás
með farsasvip. Lögfræðingurinn stofn-
ar hlutafélag með buxnapressarann
sem stærsta hluthafa og sjálfan sig
fyrir framkvæmdastjóra. Hann legg-
ur fé pressarans í miklar húsabygg-
ingar og hótel, hafskipafélag og al-
þjóðlegt þotuflugfélag. En að lokum
kemur hann öllum eignum félagsins í
69