Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Page 86
Tímarit Máls og menningar vöru — og sjálfsagt eru margir nú- límaskáldsagnahöfundar sem ekki gera það — þá missa rök hans að sjálfsögðu talsvert af broddi sínum. Að minnsta kosti verður að endur- meta þau af öðrum sjónarhólum. 10 Halldór hefur á síðari árum að verulegu leyti helgað sig leikritun, og það hefur einnig sett sinn svip á hug- leiðingar hans um fagurfræðileg efni. Sjálfsagt liggja margar ástæður til þess að svo frægur og verðlaunaður epískur höfundur tók með miklum ákafa að spreyta sig á skáldskapar- formi sem var honum tiltölulega lítt kunnugt. (Sbr. grein mína um leikrit- un Halldórs Laxness í inngangi sænskrar þýðingar á Prjónastofunni Sólinni, Stickateljén Solen, Zinder- mans förlag 1964). Ein þeirra er sú að honum hefur fundizt sem skáld- sögur hans — með hinum mikla fjölda samtala — nálguðust æ meir „hinn nakta sjónleik“ (Stickateljén Solen, bls. 7). Skrefið frá skáldsögu til leikrits virtist þannig vera rökrétt afleiðing af skáldþróun hans. Aug- Ijóst er sambandið við stefnu hans að sífellt hlutlægari og „ópersónulegri“ afstöðu í skáldskap. Þetta kemur bet- ur í ljós í greininni Persónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leik- rit (frá 1962) er oft hefur verið vitn- að til hér að framan (Upphaf mann- úðarstefnu, bls. 67—79). Halldór tal- ar þar um ákveðna persónu Plús Ex sem óaðskiljanlegan förunaut skáld- sögunnar: Hver er Plús Ex? ÞaS er sú boðflenna með aungu nafni og óglöggu vegabréfi sem ævinlega er viðstödd líkt og gluggagægir hvar sem gripið er ofaní skáldsögu. Þessi herra er aldrei svo smáþægur að setjast aftastur í persónuröðinni, heldur sættir sig ekki við annað en öndvegi nær miðju frásagnarinnar, jafnvel í sögu þar sem höf- undur gerir sér þó alt far um að samsama ekki sjálfan sig sögumanninum (hls. 73). Það er greinilega þessi Plús Ex — með öðrum orðum höfundur sjálfur með ólæknandi huglægni sína, sér- áhugamál sín — sem verkar truflandi og kemttr í veg fyrir að atburðir fái þróazt í friði samkvæmt innri rökum. Oðru máli gegnir í Ieikriti þar sem „hverfa af sjálfu sér ýrnsir þeir ger- endur sem vilja snúa verkamanni skáldsögunnar afleiðis“: Þar er P. E. horfinn eins og dögg fyrir sólu — og í stað hans kominn fullur salur af áhorfendum. Sjónleik er jafn þraungur stakkur skorinn í geimnum og taflborði eða prentaðri krossgátu. Það er ekkert pláss umfram á leiksviðinu að skilja eftir aukadót sem höfundurinn kynni að hafa meðferðis (bls. 75). Einnig á annan hátt setur leikritið skáldinu þröngar skorður hvað snert- ir ósjálfráðar hreyfingar og hefur á honum strangan aga: Leingd leikrits er sömuleiðis harður hús- hóndi. Höfundurinn verður ekki aðeins að 76
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.