Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Blaðsíða 86
Tímarit Máls og menningar
vöru — og sjálfsagt eru margir nú-
límaskáldsagnahöfundar sem ekki
gera það — þá missa rök hans að
sjálfsögðu talsvert af broddi sínum.
Að minnsta kosti verður að endur-
meta þau af öðrum sjónarhólum.
10
Halldór hefur á síðari árum að
verulegu leyti helgað sig leikritun, og
það hefur einnig sett sinn svip á hug-
leiðingar hans um fagurfræðileg efni.
Sjálfsagt liggja margar ástæður til
þess að svo frægur og verðlaunaður
epískur höfundur tók með miklum
ákafa að spreyta sig á skáldskapar-
formi sem var honum tiltölulega lítt
kunnugt. (Sbr. grein mína um leikrit-
un Halldórs Laxness í inngangi
sænskrar þýðingar á Prjónastofunni
Sólinni, Stickateljén Solen, Zinder-
mans förlag 1964). Ein þeirra er sú
að honum hefur fundizt sem skáld-
sögur hans — með hinum mikla
fjölda samtala — nálguðust æ meir
„hinn nakta sjónleik“ (Stickateljén
Solen, bls. 7). Skrefið frá skáldsögu
til leikrits virtist þannig vera rökrétt
afleiðing af skáldþróun hans. Aug-
Ijóst er sambandið við stefnu hans að
sífellt hlutlægari og „ópersónulegri“
afstöðu í skáldskap. Þetta kemur bet-
ur í ljós í greininni Persónulegar
minnisgreinar um skáldsögur og leik-
rit (frá 1962) er oft hefur verið vitn-
að til hér að framan (Upphaf mann-
úðarstefnu, bls. 67—79). Halldór tal-
ar þar um ákveðna persónu Plús Ex
sem óaðskiljanlegan förunaut skáld-
sögunnar:
Hver er Plús Ex? ÞaS er sú boðflenna
með aungu nafni og óglöggu vegabréfi sem
ævinlega er viðstödd líkt og gluggagægir
hvar sem gripið er ofaní skáldsögu. Þessi
herra er aldrei svo smáþægur að setjast
aftastur í persónuröðinni, heldur sættir
sig ekki við annað en öndvegi nær miðju
frásagnarinnar, jafnvel í sögu þar sem höf-
undur gerir sér þó alt far um að samsama
ekki sjálfan sig sögumanninum (hls. 73).
Það er greinilega þessi Plús Ex —
með öðrum orðum höfundur sjálfur
með ólæknandi huglægni sína, sér-
áhugamál sín — sem verkar truflandi
og kemttr í veg fyrir að atburðir fái
þróazt í friði samkvæmt innri rökum.
Oðru máli gegnir í Ieikriti þar sem
„hverfa af sjálfu sér ýrnsir þeir ger-
endur sem vilja snúa verkamanni
skáldsögunnar afleiðis“:
Þar er P. E. horfinn eins og dögg fyrir
sólu — og í stað hans kominn fullur salur
af áhorfendum. Sjónleik er jafn þraungur
stakkur skorinn í geimnum og taflborði
eða prentaðri krossgátu. Það er ekkert
pláss umfram á leiksviðinu að skilja eftir
aukadót sem höfundurinn kynni að hafa
meðferðis (bls. 75).
Einnig á annan hátt setur leikritið
skáldinu þröngar skorður hvað snert-
ir ósjálfráðar hreyfingar og hefur á
honum strangan aga:
Leingd leikrits er sömuleiðis harður hús-
hóndi. Höfundurinn verður ekki aðeins að
76