Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 93
Gunnar Benediktsson
Þrjú ung sagnaskáld
Ég íékk þaff út úr umræðum um bók-
menntir í útvarpinu í vetur, að þrjú væru
þau ungu sagnaskáldin, sem fyrst og fremst
væru fulltrúar nýs frásagnarmáta á ís-
lenzkri tungu, þar sem jafnframt væri
dýpst skyggnzt inn í viðfangsefni og sálar-
djúp okkar stórmerkilegu tíma. Þessir höf-
undar eru lárviðarskáldið sjálft, Guðbergur
Bergsson, Steinar Sigurjónsson af Akra-
nesinu og Svava Jakobsdóttir, sem virðist
bundin sérstökum venzlaböndum grjóti úr
Búlandstindi. Og nú ætla ég að fara nokkr-
um orðum um bækur þeirra, sem út komu
á síðastliðnu ári.
Góða veizlu gera skal
1.
Við skreppum fyrst í Veizluna undir
grjótveggnum hennar Svövu. Það er virðu-
leg veizla og skilur eftir margar ánægju-
legar endurminningar. Bókinni Veizlu und-
ir grjótvegg er gefinn undirtitillinn sögur
og hefur inni að halda 10 stuttar frásagnir.
Allar eru frásagnir þessar nokkuð góðar
bókmenntir og sumar mjög góðar. Frá-
sögnin er látlaus, einnig þar sem farið er
út í öfgakennda atburðarás, málfar hreint
og vandað, og mótun hverrar selningar
virðist lúta ströngum aga. í kjölfar annarr-
ar vandvirkni kemur óvenjulegur hrein-
leiki af prentvillum, sem er alþekkt ein-
kenni fjölda þeirra bóka, sem út koma á
þessari hraðans öld. Hver frásögn tekur
mann með sér um leið og hún hefst og
leiðir mann ljúflega við hönd sér allt til
loka. Megininntak sagnanna er tómleiki
lífsins mitt í íburði ríkmannlegra lifnaðar-
hátta. Veizla undir grjótvegg er ágætlega
valið tákn þess inntaks. Veikt og viðkvæmt
blómaskrúðið hallar sér upp að veggnum,
sem hlaðinn er úr grjóti fluttu með ærnum
kostnaði af fjarlægasta landshorni, og
skrýðir hann. í þessum grjótvegg á engin
lífsjurt heimilisins rót sína, en skugga af
honum leggur yfir daglegt líf. Táknrænt
ógnar hann með hruni yfir heimilið. Hann
er tákn hins lífvana hégóma, sem menn
fela líf sitt í hendur, fórna fé sínu og því
lífsöryggi, sem því er tengt. Hver sagan af
annarri er gagntekin þessum beisku sann-
indum nútímalífsins. — Snorri situr eins
og útlagi í nýja húsinu, kvöldið sem konan
heldur sýningu á því fyrir saumaklúbbinn.
Hann átti ekki einu sinni fyrir sérríflösk-
unni, sem hann kom þó með úr vinnunni
um kvöldið í kjölfar heiftarlegrar hjóna-
sennu um morguninn, en í gær fóru allir
hans peningar í grjótvíxilinn. í veizlunni
var það lokaósk hans, að augu þeirra hjón-
anna gætu mætzt eins og augu Tómasar og
Freyju. En svo gat ekki orðið, því að hús-
freyjan var önnum kafin við að bjóða
meira sérri. Hann mundi ekki, hvort Tómas
átti grjótvegg, en lesandinn fær það á til-
finninguna, að svo muni ekki verið hafa,
þar var enginn grjótveggur, sem hindraði
að hann gæti mætt augum konu sinnar. •—
I annarri sögu kynnumst við hjónum, sem
þurftu að koma sér upp baðstofu í kjall-
83