Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 99
Sigurjónsson á þann hátt, að fáir myndu eftir leika. En þetta form gerir sínar kröftir rétt eins og hvert annað. Svo sem gróf orð og dónaskapur eru blettir á ylhýru máli, svo geta virðuleg orð einnig orðið blettir í sóðalegri frásögn. Þannig verður hið ágæta nafn Sveins Bjömssonar ríkisforseta blettur á sínum stað í þessari bók. Innan um allt drykkjurausið eru snjallar setning- ar, sem eru vitnisburður um málsnjallan höfund, en með slæðast setningar, sem vitna um veilur í meðferð íslenzkrar tungu. „Maður ... hugsar án upphafs né endis“ er ekki rétt mál. Ekki kann ég við að langa til komu einhvers og þræta á móti einhverju. Mikið af villum áskilur sér þegn- rétt í málinu í krafti dauðadrukkinna manna, og af þeim sökum er erfitt að gera sér ljóst, hvar prentvillur geta verið að verki. Ekki kann ég að meta fyndni þess að hafa alltaf ándskoti í stað hins ram- íslenzka orðs andskoti. Sleppum öllum frekari sparðatíningi. En mikið fagnaðarefni væri mér, ef ég ætti eftir að sjá bók eftir þennan höfund, sem væri fyllri mynd af hæfileikum þeim, sem hann virðist búa yfir. Lárviðarskáldið 1. Fyrir þrem árum las ég bók eftir ungan höfund Guðberg Bergsson að nafni. Bókin heitir Leikföng leiðans og er safn smá- sagna. Mér leizt nokkuð vel á þessar sögur. Frásögn var skýr og nákvæm og lýsti næmu auga. En svo sem heiti bókarinnar her með sér, þá er henni ekki ætlað að vera skemmtilestur, þetta er heiðarleg lýs- ing á tómleika lífsins, sem æska allra tíma hefur þjáðst af að einhverju leyti. En þar sem mér leiðist ákaflega að láta mér leið- ast, ]>á urðu sögur þessar mér ekkert sér- Þrjú ung sagnaskáld staklega minnistæðar, og mig langaði ekki í meira. I hittiðfyrra kom svo aftur bók eftir þennan höfund, Tómas Jónsson, Met- sölubók. Hún hlaut ákaflega lofsamlega dóina. Einn las ég fyrirferðarmestan. Hann var þrunginn slíkri dulmagnan, að ég skelfdist frammi fyrir þessari bók, sem var svo hátt ofar mínum skilningi, að ég skildi vart nokkurt orð af því, sem sagt var til að varpa ljósi yfir leyndardóma hennar. Þegar ég loks hafði unnið bug á vanmátt- arkennd minni og ætlaði að ná í bókina, þá var hún uppseld. Svo kom ný bók eftir höfundinn síðast liðið haust. Sú var kjörin bezta bók ársins af bókmenntagagnrýnend- um dagblaðanna í Reykjavík og höfundur sæmdur sérstökum heiðursverðlaunum. Þessa hók hef ég nú lesið og efast um, að nokkur annar hafi lesið hana eins vand- lega, enda hef ég enga bók lesið jafndjúpt niður í kjölinn, — biblían og Sturlunga ekki undan skildar. Skal nú gerð nokkur grein fyrir því, hvernig rit þetta kemur mér fyrir sjónir. Bókin lieitir Ástir samlyndra hjóna. Það nafn er alveg út í hött, því að þar eru engar ástir og lítið um samlyndi. Þetta eru sögð tólf tengd atriði. Það er líka út í hött, atriðin eru þrettán og tengslin ekki önnur en samhengislausar umræður um ekkert. Atriðin eru sjálfstæð hvert fyrir sig. Er þar skemmst frá að segja, að bókin olli mér miklum vonbrigðum, og ekkert at- riðanna kemst til jafns við sögurnar í Leikföngum leiðans. Þar er að finna nokkr- ar smásögur, ekki efnismiklar, en ekki ó- laglega skrifaðar. Nokkrar þeirra snerta hernámið. Ein segir nærfærnislega frá dreng, sem nælir sér í aura með þjónustu- semi við hermenn af Vellinum, en foreldrar hans þvinga hann til að skila þeim. — í annarri sögu kynnumst við stúlkum í á- standinu og atvinnumilh'liðum í þeim við- 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.