Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1968, Síða 105
Til félagsmanna Máls og menningar Eins og félagsmönnum er kunnugt af boðsbréfi því sem sent var út fyrir skömmu hefur verið gerð nokkur breyting á tilhögun félagsútgáfunnar. Miðar sú brcyting að aukinni fjölbreytni í útgáfu félagsins og eiga félagsmenn nú um fleiri kosti að velja en áður. Ekki er ástæða til að endurtaka hér efni boðsbréfsins, en félagsmenn eru beðnir að kynna sér það sem bezt. Tvær fyrstu félagsbækur ársins eru nú komnar út, Jarðjrœði, saga bergs og lands, eftir Þorleif Einarsson, og skáldsagan Viðreisn í Wadköping eftir Hjalmar Berg- man í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Þær fjórar félagsbækur sem þá eru eftir, ásamt myndlistarbókinni, eiga að koma út allar í einu í haust. Við viljum sérstaklega vekja athygli manna á hinum nýja flokki bóka sem Mál og menning byrjar nú að gefa út, „pappírsbökur", eins og þær cru nefndar til bráða- birgða í boðsbréfinu. Þessum bókaflokki, en í honum verða bæði þýddar og írumsamdar bækur, er raunar ætlað það hlutverk að koma íslenzkum lesendum, ekki sízt ungu fólki, í nánari snertingu við það sem er að gerast í heiminum. Þessi árin fara fram miklar um- ræður víða um heim um menningar- og félagsmál, endurprófun á fyrri kenningum og leit að nýjum. Nýjar fræðigreinar hafa sprottið upp og eflzt, og æ fleiri mönnum verður ljóst að hinar róttæku breytingar sem eru að verða á þjóðfélögum nútímans krefjast nýrr- ar fræðilegrar hugsunar. En það er sannast sagna að þessara nýju strauma hefur naumast orðið vart í íslenzkri bókaútgáfu. Ur þessu hyggst Mál og menning reyna að bæta með hinum nýja bókaflokki. Þó að efnisvali séu settar ákveðnar skorður, að minnsta kosli um sinn, eiga þar að geta birzt fjölbreytilegar bækur, svo sem um félagsfræði, stjórnmál, afmörkuð sagnfræðileg efni, einkum varðandi nútímasögu, sálarfræði, heimspeki, osfrv. — Máli og menningu er raunar ljóst að lagt er út í nokkra tvísýnu með útgáfu þessa flokks. Vanaviðkvæði hefur verið, þegar rætt hefur verið um útgáfu fræðilegra bóka af þessu tagi á islenzku, að væntanlegur lesendahópur væri of lítill til að slík útgáfa væri mögu- leg, og að þeir sem áhuga hefðu á þesskonar bókum ættu hvort sem væri kost á að lesa þær á erlendum málum og kysu það lieldur. Það er þó sannfæring þeirra sem að Máli og menningu standa að nauðsynlegt sé að rjúfa þennan vítahring, ekki sizt vegna þess að þjóðtunga hættir að vera menningarmál ef hún er ekki notuð til að ræða brýnustu vanda- mál samtímans. ítalski heimspekingurinn Gramsci sagði einhversstaðar að tungumál hvers og eins vitnaði um það hvort heimsskoðun hans væri fjölhæf eða ósamsett. „Þeir sem tala mállýzkur eða skilja þjóðtunguna miður vel, hljóta að eiga aðild að heimsskilningi sem er takmarkaður og útkjálkalegur að meira eða minna leyti, stirðnaður, úreltur, andspæn- is þeim stórstraumum hugsunarinnar sem bera með sér sögu heimsins. Ahugamál þeirra verða takmörkuð en ekki alhliða ... Þjóðtunga sem er auðug og fjölhæf af siigu sinni og 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.